Íslandsbanki hf. : Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2015

13.05.2015 - Kauphöll

Helstu niðurstöður

1F 2015

 • Hagnaður bankans eftir skatta var 5,4 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2015 samanborið við 8,3 ma. kr. á sama tímabili 2014 en þá voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmeiri.
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 11,8% á fjórðungnum samanborið við 19,3% á sama tímabili 2014. 
 • Eiginfjárhlutfallið er sterkt, var 28,4% (2014: 29,6%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 25,7% (2014: 26,5%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 6,2 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2015 (1F14 6,6 ma. kr.), sem er lækkun um 6,8%. Vaxtamunur var 2,7% á fjórðungnum (1F14: 3,0%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 2,9 ma. kr. (1F14: 2,9 ma. kr.). 
 • Stjórnunarkostnaður lækkaði um 1.5% eða raunlækkun um 2.6%. Kostnaðarhlutfall var 55,3% á fjórðungnum (1F14: 55,1%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls. 
 • Vogunarhlutfall var 19,7% við lok tímabilsins, sem telst hóflegt í alþjóðlegum samanburði.
 • Hlutfall lána með varúðarafskrift og lána með vanskil umfram 90 daga var 3,0% (2014: 3,5%).
 • Heildareignir voru 926 ma. kr. (2014: 911ma. kr.). 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem var umfram væntingar okkar. Kostnaður heldur áfram að lækka enda mikilvægt að styrkja enn frekar arðsemi af reglulegri starfsemi. Góður árangur í rekstri bankans hefur skilað því að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mat bankann, fyrstan hér á landi frá árinu 2008, í fjárfestingarflokk með stöðugum horfum. Sú niðurstaða er til þess fallin að skila bankanum hagstæðari kjörum í komandi skuldabréfaútgáfum bankans. 

Íslensk fyrirtæki eru nú í auknum mæli að nýta sér áhættustýringarvörur til að lágmarka rekstraráhættu og skapa sér fyrirsjáanlegt fjárhagslegt umhverfi. Þetta sýnir sig í auknum vexti í sölu áhættustýringarvara hjá Mörkuðum, sem er enn eitt batamerkið á fjármálamarkaðinum. 

Aukning í nýjum húsnæðislánum var tæp 60% á fjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra. Við sjáum vaxandi eftirspurn eftir fyrstukaupalánum hjá viðskiptavinum sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð.

Þjónusta í útibúum hefur breyst nokkuð síðustu ár en viðskiptavinir leita í auknum mæli eftir ráðgjöf en framkvæma einfaldari færslur með öðrum dreifileiðum, svo sem netbanka og appi. Nýtt útibú sem opnað var í vikunni mætir þessum breyttu áherslum en þar voru útibúin í Lækjargötu og Eiðistorgi sameinuð í eitt útibú á Granda. Það er einnig í samræmi við áætlanir bankans um hagræðingu um leið og áhersla er lögð á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu sem tekur mið að þörfum þeirra.

Símafundur á ensku

Einnig er markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 13.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla, www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl

Hér má sjá upptöku þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, segir frá því markverðasta í rekstri bankans á fyrsta ársfjórðungi.

Nánari upplýsingar

 • ÍSB - Condensed Consolidated Interim Financial Statements - 1Q2015
 • ÍSB - 1Q15 afkomutilkynning
 • ÍSB - 1Q15 fjárfestakynning
 •  

  Nýjustu fréttir

  Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

  11.01.2019
  Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

  Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

  07.01.2019
  Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

  Afgreiðslutími yfir jól og áramót

  20.12.2018
  Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

  Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

  17.12.2018
  Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

  Breyting á Heiðursmerki

  11.12.2018
  Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

  Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

  07.12.2018
  Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

  Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

  04.12.2018
  Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
  Netspjall