Íslandsbanki opnar útibú á Granda

11.05.2015

Íslandsbanki opnaði í dag nýtt útibú á Fiskislóð 10 á Granda en þar sameinast útibúin í Lækjargötu og Eiðistorgi. Markmið sameiningarinnar er að bjóða upp á öfluga fjármálamiðstöð í vesturhluta borgarinnar fyrir fyrirtæki og einstaklinga þar sem áhersla er lögð á ítarlega fjármálaráðgjöf. Rík áhersla er einnig lögð á fræðslu með skipulagðri fræðsludagskrá í útibúinu. Hönnun og virkni útibúsins tekur mið af breyttum áherslum í þjónustu sem snýst í auknum mæli um ráðgjöf og minna um einfaldari færslur sem viðskiptavinir geta framkvæmt  með öðrum dreifileiðum, t.a.m. í netbanka, appi og hraðbönkum. Hönnun útibúsins gefur  möguleika á að nýta það fyrir kynningar fyrirtækja og félagasamtaka og þannig vill útibúið tengjast nærsamfélagi sínu með áþreifanlegum hætti.

Sameinað útibú mun þjóna sama svæði og útibúin á Eiðistorgi og Lækjargötu hafa þjónustað hingað til. Við val á staðsetningu var litið til aðgengis viðskiptavina en útibúið liggur nálægt stórum umferðaræðum. Þá er aðgengið að nýja útibúinu til fyrirmyndar en þar eru næg bílastæði auk þess sem aðgengi er gott fyrir þá sem eru í hjólastólum. 


Starfsmenn munu sem fyrr kappkosta að veita persónulega og góða þjónustu og verða þar mörg kunnugleg andlit frá báðum útibúum. Gísli Elvar Halldórsson verður útibússtjóri og fer fyrir 23 starfsmönnum hins sameinaða útibús. 

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs:
„Verslun og þjónusta miðbæjarins hefur verið að færast til vesturs með aukinni uppbyggingu atvinnulífs í vesturbænum. Hönnunin á nýju útibúi tekur mið af þeim krafti og nýbreytni sem einkennir svæðið á Granda. Við viljum vera þátttakendur í þeirri uppbyggingu og því var þessi staðsetning fyrir valinu. Útibúið er öflugt að stærð og eitt af stærri fyrirtækjaútibúum Íslandsbanka. Sameining útibúanna endurspeglar þá stefnu bankans að auka hagkvæmni en efla þjónustu um leið. Með nýju útibúi erum við að svara kalli viðskiptavina sem í auknum mæli kalla eftir sérhæfðri ráðgjöf en kjósa sjálfsafgreiðslu við einfaldari færslur.“

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall