Íslandsbanki fyrstur í fjárfestingarflokk frá 2008

30.04.2015

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi Íslandsbanka og er bankinn metinn í fjárfestingarflokki með einkunnina BBB-/F3 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er fyrstur banka á Íslandi frá árinu 2008 til að komast í fjárfestingarflokk. Lánshæfismatið endurspeglar sterka stöðu bankans á innlendum markaði og góða eiginfjárstöðu hans. 

Í lánshæfismati Fitch kemur fram að endurskipulagning stórs hluta lánasafnsins frá árinu 2008 er nú lokið og að bankinn hafi verið varfærinn í mati á greiðslugetu viðskiptavina niðurfærðra lána. Fitch telur Íslandsbanka jafnframt vel undirbúinn undir afléttingu gjaldeyrishafta. 


Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 
„Við erum mjög stolt af því að Íslandsbanki, fyrstur banka á Íslandi frá árinu 2008, sé nú kominn í fjárfestingarflokk. Þetta mun auka aðgengi okkar að fjármögnun bæði hér á landi en ekki síst erlendis.  Þessi breyting felur í sér að mun fleiri fjárfestar geta nú keypt skuldabréf bankans sem getur svo haft áhrif á bæði eftirspurn og verðlagningu bréfanna. Með betri kjörum erlendis getur bankinn stutt enn betur við  viðskiptavini okkar sem þarfnast erlendrar fjármögnunar.   Þetta er uppskera mikillar og góðrar vinnu starfsfólks bankans sem hefur miðað að því að byggja upp framúrskarandi fyrirtæki sem eftir er tekið.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall