Feta íslensku liðin í fótspor Rosenborgar?

29.04.2015 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB og Fótbolti.net héldu afar áhugaverðan fund í morgun um fjármál í fótbolta. Áhersla var lögð á þátttöku íslensku liðanna í Evrópukeppnum og möguleika þess að komast í riðlakeppnir, með þeim ótrúlegu fjárhæðum sem þar eru í boði.

Rosenborg í Evrópu

Framsögu flutti Nils Skutle, en hann deildi reynslu sinni frá stórmerkilegu Evrópuævintýri Rosenborgar frá Þráncheimi, en liðið tók 8 ár í röð þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nils gegndi formennsku í félaginu á árunum 1998-2011 eftir 5 ár í forsetastól þess. Hann ræddi uppbyggingu félagsins, framkvæmdir, stjórnunarstíl, fjárfestingar og samskipti félaga og knattspyrnusambanda.

Í kjölfar framsögu Nils tók hann þátt í pallborðsumræðum með þeim Baldri Stefánssyni, varaformanni knattspyrnudeildar KR og Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. Staða íslensku liðanna og áform voru sett í samhengi við uppbyggingu Rosenborgar á 9. og 10. áratugnum og Nils gaf íslenskum kollegum sínum nokkur góð ráð.

Upptaka

Meðal þess sem rætt var um var hlutverk umboðsmanna, íslenski félagsskiptamarkaðurinn, jöfnunargreiðslur milli liða og hvar skuli leika heimaleiki íslensku liðanna, fari svo að þau tryggi sér þátttöku í riðlakeppni Evrópu- eða Meistaradeildar.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall