Íslandsbanki fjármagnar nýja frystigeymslu Eimskips

09.04.2015
Íslandsbanki og Eimskip hafa undirritað lánssamning að fjárhæð 10 milljónir evra vegna uppbyggingar Eimskips á 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. Lánið er til 25 ára. Að auki var undirrituð lánalína að fjárhæð 12 milljónir evra til að styðja undir frekari vöxt félagsins. 

Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi nýrrar frystigeymslu verði tilbúinn til notkunar næsta haust og að verkið verði fullklárað fyrir árslok. Þá er möguleiki að stækka nýju geymsluna enn frekar í áföngum um allt að 14.000 tonn til viðbótar, í samræmi við þarfir markaðarins. 

Þjónusta við sjávarútveginn er ein af grunnstoðum rekstrar Eimskips en með nýrri frystigeymslu er félagið að fylgja eftir vaxandi umsvifum í greininni. Saga Íslandsbanka er einnig samofin sjávarútveginum og er sérfræðiteymi starfandi innan bankans sem þjónustar allar hliðar sjávarútvegsins.
Íslandsbanki hefur áður komið að fjármögnun stórra verkefna hjá félaginu og er stærsti einstaki lánveitandi þess.

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs:
„Íslandsbanki og Eimskip hafa átt farsælt samstarf um margra ára skeið. Við erum afar ánægð með þátttöku okkar í því að styrkja frekari vöxt þessa þjóðhagslega mikilvæga fyrirtækis. Það er okkur sönn ánægja hjá Íslandsbanka að Eimskip hefur valið bankann sem sinn samstarfsaðila í þessu verkefni“

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips:
„Með þessari undirritun höfum við gengið frá langtímafjármögnun verkefnisins á hagstæðum kjörum og við fögnum því. Á sama tíma erum við að ljúka við ákveðinn áfanga í uppbyggingu innviða er snúa að sjávarútveginum, sem er mikilvæg stoð í rekstri félagsins.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall