Íslandsbanki hf. : Ársreikningur 2014

24.02.2015 - Kauphöll

Helstu niðurstöður

Árslok 2014

 • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 22,8 ma. kr. árið 2014 samanborið við 23,1 ma. kr. árið 2013.
 • Arðsemi eftir skatta var 12,8% á árinu samanborið við 14,7% árið 2013. Góð afkoma þrátt fyrir hækkun eigin fjár.
 • Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 29,6% (2013: 28,4%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 26,5% (2013: 25,1%)
 • Hreinar vaxtatekjur voru 27,1 ma. kr. (2013 28,4 ma. kr.), sem er lækkun um 4,7% milli ára. Vaxtamunur var 3,0% (2013: 3,4%) og hefur nú náð stigi sem búist er við að haldist til lengri tíma.
 • Hreinar þóknanatekjur voru 11,5 ma. kr. á árinu (2013: 10,4 ma. kr.). Hækkunin er 10% á milli ára og má að mestu leyti rekja til viðskiptabankasviðs og dótturfélaga bankans.
 • Kostnaðarhlutfall var 57,7% (2013: 58,5%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls. 
 • LPA hlutfall var 5,9% (2013: 8%) Þær eignir sem enn eru í endurskipulagningu eru hlutfallslega litlar og mun hver um sig hafa lítil áhrif á hlutfallið. Hlutfall vanskila umfram 90 daga var 2,5% (2013: 4%).
 • Heildareignir voru 911ma. kr. (2013: 866 ma. kr.). 

4F14

 • Hagnaður eftir skatta á 4. ársfjórðungi var 4,6 ma. kr. (4F13: 7,7 ma. kr.).
 • Arðsemi eiginfjár var 9,9% á fjórðungnum (4F13: 19,5%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 6,5 ma. kr. (4F13: 6,5 ma. kr.).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,0 ma. kr. (4F13: 2,8 ma. kr.) sem er 4% hækkun. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011.   

Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. 

Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.

Fjárfestakynning á Kirkjusandi

Í dag kl. 16.00 munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Boðið verður upp á veitingar.

Skrá mig á fjárfestafund á Kirkjusandi.

Símafundur á ensku

Einnig er markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 14.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.
Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla, www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall