Enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki

05.02.2015

Enginn á bankamarkaði fékk hærri einkunn en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þetta er í 16. sinn sem ánægjuvogin er kynnt hér á landi. Capacent Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að mælingunum sem snúa að ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja nokkurra atvinnugreina. Viðskiptavinir meta fyrirtæki út frá þáttum sem tengjast ánægju þeirra, s.s. ímynd, þjónustugæðum og áhrif ánægju á tryggð þeirra við fyrirtæki. Að þessu sinni voru 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum mæld.

Við bjóðum góða þjónustu

Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu. Íslandsbanki hefur á síðustu árum kortlagt hvaða þjónustuþættir viðskiptavinir bankans telja mikilvægasta og hafa viðamiklar ytri og innri þjónusturannsóknir verið framkvæmdar. Þá hafa Rauðir dagar verið haldnir árlega til að festa frekar í sessi þjónustumenningu bankans. Lögð er áhersla á að kynna nýjungar í þjónustu, s.s. farsímalausnir, sem létta viðskiptavinum lífið auk þess sem boðið er upp á öflugt fræðslustarf. Á tæpum fjórum árum hefur bankinn haldið um 230 fræðslufundi og viðburði og hafa um 72 þúsund manns sótt þá eða fylgst með þeim á netinu. 

Starfsfólkið mikilvægasti hlekkurinn

Lykillinn að góðri þjónustu er starfsfólk sem skilur þarfir og kröfur viðskiptavina. Gott viðmót, góður starfsandi og rík þjónustulund skipta höfuðmáli þegar kemur að því að veita öfluga og persónulega þjónustu. Þetta á ekki einungis við um framlínustarfsfólk heldur um alla starfsmenn bankans sem vinna daglega að því að framlínan geti veitt fyrsta flokks þjónustu. Starfsmenn bankans vita að góð þjónusta er lykilatriði í því að ná viðskiptalegum markmiðum. Framúrskarandi þjónusta leiðir til betri árangurs á öllum sviðum í rekstri fyrirtækis. Viðskiptavinir verða ánægðari sem leiðir til aukinnar tryggðar sem aftur leiðir til betri afkomu. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

„Starfsfólk Íslandsbanka er meðvitað um þau verðmæti sem felast í ánægðum viðskiptavinum. Fyrir fjórum árum settum við okkur þá framtíðarsýn að vera númer eitt í þjónustu. Við vinnum að þessu markmiði okkar á hverjum degi og leitum stöðugt leiða til að bæta þjónustu bankans. Það er því afar ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu. Það þýðir að við erum að ná árangri í starfi okkar. Ég er gríðarlega stolt af starfsfólki Íslandsbanka.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall