Íslandsbanki aðalstyrktaraðili FKA

03.02.2015
Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa undirritað nýjan samstarfssamning en bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá árinu 2010. Samningurinn gildir til ársins 2017. 

Markmið samningsins er að stuðla að því að efla félagið og leggja áfram áherslu á að miðla fjármálatengdri þekkingu og reynslu til félagskvenna og styrkja þannig möguleika þeirra á enn frekari árangri og arðsemi tengdri fyrirtækjarekstri.

Innan Íslandsbanka hefur verið unnið markvisst að því að virkja kraft kvenna. Lögð er áhersla á jafnan rétt kynjanna í ráðningarstefnu bankans sem og jafnan rétt til starfsþróunar. Eins hefur bankinn undirritað Jafnréttissáttmálann (e. Women‘s Empowerment Principles) sem er samstarfsverkefni Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna (UN Women) og Hnattræns samkomulags Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum (e. United Nations Global Compact) og veitir leiðbeiningar um hvernig efla megi konur á vinnustaðnum, á vinnumarkaði og í samfélaginu. Stjórn FKA er afar þakklát fyrir áframhaldandi stuðning enda hefur bankinn gert félaginu kleift að þróa og styrkja innviði félagsins í heild.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall