Fundur VÍB með Lars Christensen

27.01.2015 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, heldur á  morgun, miðvikudaginn 28. janúar, fund um hvað tekur við eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, s.s. varðandi stjórnun peningamála, gjaldeyrismál og fjárfestingar. Fundurinn hefst á framsögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, en eftir það mun Lars Christensen, hagfræðingur hjá Danske Bank flytja erindi. Að því loknu taka þeir þátt í panelumræðum með þeim Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands.

Umræðum stýrir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og fundarstjóri er Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður í beinni útsendingu á www.vib.is. Enn eru nokkur sæti laus á fundinn og er skráning á vef VÍB. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall