Akur í viðræðum við Gray Line á Íslandi

23.01.2015
Viðræður á milli eigenda Iceland Excursions Allrahanda ehf., sem er sérleyfishafi Gray Line á Íslandi, og Akurs fjárfestinga slhf. um kaup Akurs á hlutfé í Gray Line á Íslandi hafa staðið um nokkurt skeið. Akur fjárfestingar er fagfjárfestasjóður í rekstri Íslandssjóða. Unnið er að áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðra viðskipta en nánari upplýsingar um þau eru trúnaðarmál á þessu stigi. Núverandi eigendur félagsins, þeir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson, munu áfram eiga meirihluta hlutafjár og starfa ásamt öðrum lykilstjórnendum þess að áframhaldandi uppbyggingu Gray Line.

Um Gray Line á Íslandi: Gray Line á Íslandi er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem er aðili að alþjóðlegu Gray Line Worldwide samtökunum. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum. Á þess vegum gefst ferðamönnum kostur á að heimsækja yfir sextíu áfangastaði víðsvegar um Ísland og upplifa flest það sem landið hefur upp á að bjóða. 

Gray Line á Íslandi á einn yngsta rútubílaflota landsins, 65 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti rúmlega 510 þúsund ferðamenn árið 2014 í eigin ferðum. Velta félagsins árið 2014 var rúmlega 2,7 milljarðar króna og hjá því starfa rúmlega 200 manns í vetur. 

Iceland Excursions Allrahanda ehf. (nú Gray Line Iceland) var stofnað fyrir 25 árum. Stofnendur og eigendur þess eru Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson. Síðustu 10 árin hafa umsvif félagsins farið hraðvaxandi og má ekki síst þakka það öflugu markaðsstarfi, rösklegri endurnýjun bílaflotans og viðskiptasérleyfi Gray Line, en þessi vöxtur hefur haldist í hendur við fjölgun ferðamanna á Íslandi. 

Þórir er starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs félagsins og Sigurdór er framkvæmdastjóri þess. Um viðræðurnar við Akur fjárfestingar hafa þeir þetta að segja:
  
„Við eigendur Gray Line á Íslandi höfum um nokkurt skeið átt viðræður við Akur fjárfestingar um aðkomu þeirra að félaginu. Aðkoma nýs fjárfestis að félaginu er til þess fallin að styrkja félagið enn frekar í þeim vexti sem framundan er í íslenskri ferðaþjónustu. Við horfum björtum augum á framtíðina og samstarfið.“Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall