Mundu pinnið - afnám græna takkans

16.01.2015
Frá og með mánudeginum 19. janúar þurfa handhafar greiðslukorta, bæði debet- og kreditkorta, á Íslandi að staðfesta úttektir með PIN númeri. Ekki verður hægt að nota græna takkann til að staðfesta úttektir eins og verið hefur. Það er því mikilvægt að viðskiptavinir muni PIN númer sín því að öðrum kosti fæst ekki heimild fyrir viðskiptum. 

Korthafar geta nálgast PIN númerið sitt í netbankanum undir „Yfirlit“ og „Sækja PIN númer“. Það er einnig hægt að nálgast PIN númer með því að hafa samband við Íslandsbanka í síma 440-4000 eða með tölvupósti á netfangið islandsbanki@islandsbanki.is. 

Korthafar sem ekki geta notað PIN vegna fötlunar, af heilsufarsástæðum eða vegna sérstakra aðstæðna geta haft samband við Íslandsbanka og fengið undanþágu frá notkun PIN númers. Meta þarf hvert tilviki fyrir sig. 

Öruggari leið fyrir viðskiptavini 
Notkun PIN númers er sett á með það að markmiði að auka öryggi í kortaviðskiptum. Með því að skilyrða notkun við PIN númer er  komið í veg fyrir að hægt sé að nota kortið án númersins. Pinnið á aldrei að gefa upp á netinu, í tölvupósti eða í síma. Að auki skulu viðskiptavinir varast að geyma PIN númerið með greiðslukortum sínum þar sem þeir eru sjálfir ábyrgir fyrir úttektum í þeim tilvikum. 

Viðskiptavinir Íslandsbanka velja sjálfir PIN númer
Íslandsbanki hefur nýlega kynnt þá nýjung hér á landi að viðskiptavinir geta sjálfir valið PIN númer sín á greiðslukortum sínum. Með því móti geta viðskiptavinir valið PIN númer sem þeir eiga auðvelt með að muna og þannig haft sama númer bæði fyrir debet- og kreditkort sín. Nýjungin nær til MasterCard kreditkorta, Maestro debetkorta og Debit MasterCard. Viðskiptavinir breyta þá PIN númerum í hraðbönkum Íslandsbanka. Viðskiptavinir Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu geta nú nýtt sér þetta en unnið er að uppfærslu á hraðbönkum á landsbyggðinni sem mun ljúka á næstu misserum. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall