Íslandsbanki innleiðir nýtt innlána- og greiðslukerfi

13.01.2015
Sopra, eitt stærsta upplýsingafyrirtæki Evrópu, Reiknistofa Bankanna og Íslandsbanki hafa undirritað samning um uppfærslu- og innleiðingu á nýju greiðslu- og innlánakerfi. Um er ræða uppfærslu á 40 ára gömlum kerfum RB sem hafa verið aðlöguð að breytingum á starfsemi bankans í gegnum tíðina. Sopra býður upp á staðlað, alþjóðlegt kerfi sem að auki hefur meiri virkni en þau kerfi sem notast er við í dag. Nýtt kerfi mun síðan taka breytingum í takt við breytingar á erlendu regluverki. Að baki er um tveggja ára vinna en þetta skref er nauðsynlegt til að geta tekist á við hraðar breytingar og þróun upplýsingatækninnar. Breytingarnar fela í sér mikla hagræðingu en töluverð vinna hefur legið á bak við að uppfæra gömul kerfi og aðlaga þau að breyttum kröfum nútímans. Verkefnið er stórt en um 100 manns vinna að því, bæði hér á landi og erlendis. Gangsetning nýja kerfisins er fyrirhuguð á fyrstu mánuðum ársins 2016.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Þetta er afar mikilvægt hagræðingarverkefni fyrir bankakerfið sem mun um leið hafa í för með sér jákvæðar breytingar fyrir viðskiptavini. Samskiptin við viðskiptavini bankans eru að færast hratt yfir í hinn rafræna heim og kröfur um nýjar lausnir, nýja nálgun og nýja hugsun aukast dag frá degi. Breytingin mun einfalda kerfin sem mun hafa mikil áhrif á dagleg störf og notendur kerfanna, þetta mun t.a.m. stytta þann tíma sem líður frá því að ný þjónusta er þróuð og þar til hún býðst viðskiptavinum.“

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall