Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka ráðgjafi við fjármögnun kísilverksmiðju á Bakka

12.01.2015
Bakkastakkur slhf. hefur undirritað samkomulag við PCC SE um þátttöku í fjármögnun á kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Eigendur Bakkastakks eru á annan tug lífeyrissjóða ásamt Íslandsbanka. Verkefnið er nú fullfjármagnað en heildarfjárfestingin vegna verksmiðjunnar er um 300 milljónir dollara eða á fjórða tug milljarða íslenskra króna. Verkefnið er fjármagnað að stórum hluta með erlendu lánsfé frá leiðandi þýskum banka. Rúmur fjórðungur fjárfestingarinnar kemur frá Bakkastakki í formi lánsfjármögnunar og forgangshlutafjár í PCC BakkiSilicon hf., félaginu sem stofnað hefur verið utan um verkefnið. Fjármögnunin er háð vissum skilyrðum, t.d. eru gerðir fyrirvarar við atriði er lúta að rannsókn Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum vegna verksmiðjunnar við Landsvirkjun og Landsnet. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur veitt PCC SE ráðgjöf vegna innlendrar fjármögnunar verkefnisins.

Stjórn Bakkastakks og PCC SE lýsa yfir ánægju með áfangann en þetta er fyrsta verkefnafjármögnun af þessari stærðargráðu með þátttöku erlends banka á Íslandi um langt skeið. Framkvæmdin styður atvinnuuppbyggingu á Íslandi en búast má við að hún skapi um 120 störf. Þá hentar fjárfestingin lífeyrissjóðunum vel þar sem endurgreiðsla hennar er til langs tíma í erlendum gjaldmiðlum og dreifir þannig áhættu í eignasöfnum þeirra.

Summa Rekstrarfélag hf. hefur veitt Bakkastakki og eigendum þess félags ráðgjöf vegna fjárfestingarinnar.

Um PCC: PCC er alþjóðleg fyrirtækjasamsteypa undir forystu þýska móðurfélagsins PCC SE sem hefur aðsetur í Duisburg. Hjá PCC starfa nú meira en 2.800 starfsmenn á 37 vinnustöðum í 16 löndum. Velta samstæðunnar, sem deilist á þrjá starfsþætti; efnaiðnað, orkuiðnað og flutninga, nam 625 milljónum evra árið 2013.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall