Íslandsbanki ráðgjafi við skuldabréfaútgáfu Icelandair

22.12.2014
Íslandsbanki hefur lokið útboði á flokki óveðtryggðra skuldabréfa fyrir Icelandair Group hf. Skuldabréfaflokkurinn er til fimm ára, útgefinn í Bandaríkjadal og ber fasta 4,25% vexti. Skuldabréf að fjárhæð USD 23,6m eða um 3 milljarðar kr. voru seld innlendum fagfjárfestum en flokkurinn getur mest orðið USD 75m að stærð eða um 9,5 milljarður kr. miðað við gengi dagsins. Óskað verður eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ á Íslandi og mun Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafa umsjón með skráningu þeirra.
Til stendur að nýta söluandvirði bréfanna í fjárfestingar, en félagið er nú að undirbúa fjármögnun vegna kaupa á nýjum flugvélum.

Skuldabréfaflokkurinn er með fyrstu stóru óveðtryggðu skuldabréfaútgáfum rekstrarfélags frá árinu 2008 og markar þannig nokkur tímamót í enduruppbyggingu verðbréfamarkaða á Íslandi.

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða:
„Íslandsbanki hefur sinnt lykilhlutverki í enduruppbyggingu fjármálamarkaðs á Íslandi meðal annars með skráningum í kauphöll. Útgáfan á bréfum Icelandair Group markar tímamót í opnun nýs skuldabréfamarkaðar fyrir fyrirtæki og er mikilvægt skref í uppbyggingu verðbréfamarkaða. Íslandsbanki mun áfram leggja áherslu á að þróa og stækka skuldabréfamarkaðinn í þeirri viðleitni að gera hann að raunhæfum kosti fyrir fleiri rekstrarfélög á komandi misserum.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall