Íslandsbanki hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið

18.12.2014

Íslandsbanki hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar þess á tiltekinni framkvæmd á greiðslukortamarkaði. Íslandsbanki var fyrstur málsaðila til að ná sáttum við Samkeppniseftirlitið en rannsóknin náði einnig til til Arion banka, Borgunar, Landsbankans og Valitors.

Starfsmenn bankans voru í góðri trú um lögmæti fyrirkomulagsins og í sáttinni er tilgreint að bankinn hafi gert ráðstafanir sem miða að því að breyta framkvæmd á greiðslukortamarkaði í samræmi við athugasemdir og tilmæli Samkeppniseftirlitsins.

Með sáttinni er viðurkennt að framkvæmd á greiðslukortamarkaði, einkum við ákvörðun milligjalda milli bankans og færsluhirðanna Valitors og Borgunar, á tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. desember 2009 hafi ekki verið í samræmi við 10. grein samkeppnislaga. Framkvæmdin hófst í tíð forvera Íslandsbanka en var enn við lýði þegar Íslandsbanki tók til starfa haustið 2008. Í málinu eru, sem fyrr sagði, engin merki þess að starfsmenn bankans hafi gert sér grein fyrir því að fyrirkomulagið væri ósamrýmanlegt samkeppnislögum.

Íslandsbanki hefur skuldbundið sig til að stuðla að breytingum á þeim markaði sem um ræðir, tryggja óhæði stjórnarmanna bankans í Borgun hf. og til greiðslu sektar, samtals 380 milljónir króna, sem hafa þegar verið gjaldfærðar. Þá mun bankinn auka gagnsæi og vinna að hagræðingu í starfsemi bankans sem tengist kortaútgáfu. Íslandsbanki samdi nýlega við Mastercard um útgáfu á kortum fyrir bankann. Er það liður í að einfalda vöruframboð bankans. 

Í sáttinni við Samkeppniseftirlitið kemur fram að Íslandsbanki hafi sýnt góðan samstarfsvilja og stytt mjög rannsókn og málsmeðferð samkeppnisyfirvalda en Íslandsbanki telur gott samstarf við Samkeppniseftirlitið mikilvægt til að stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum á íslenskum fjármálamarkaði.

Íslandsbanki hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að bæta upplýsingagjöf og fræðslu vegna samkeppnismála meðal starfsmanna bankans. Hefur bankinn m.a. skipað sérstakan ábyrgðaraðila samkeppnismála sem annast reglubundið eftirlit með samkeppnismálum innan bankans. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall