Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka úthlutar 10 milljónum

10.12.2014
Sex fyrirtæki fengu í dag styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Stefna Íslandsbanka er að vera leiðandi á sviðum sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku og er Frumkvöðlasjóðurinn mikilvægur vettvangur til að styðja við nýsköpun í greinunum. 

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka var stofnaður árið 2008. Íslandsbanki leggur til 0,1% af vöxtum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans, inn á reikning Frumkvöðlasjóðsins. Staða sjóðsins er afar sterk og úthlutar hann allt að 20 milljónum króna á ári. Þetta er í annað sinn á árinu sem veittir eru styrkir úr sjóðnum en í apríl hlutu 5 fyrirtæki samtals 10 milljóna króna styrk. Alls bárust 33 umsóknir í þetta sinn. Hér má sjá yfirlit yfir þau fyrirtæki sem nú hljóta styrki:

Kerecis- framleiðsla á stoðefni úr fiskiroði
Kerecis þróar, framleiðir og markaðssetur affrumað fiskiroð. Þetta er roð úr íslenskum þorski, þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur affrumað roð oft kallað stoðefni. Stoðefnið er lagt á skaðaðan líkamsvef og vaxa þá frumur líkamans inní roðið sem samlagast líkamsvefnum og leysist smá saman upp þannig að eftir stendur heilbrigður líkamsvefur. Notkun Kerecis á roði í lækningavörur er einkaleyfisverndað i fjölmögum löndum. Notkun á Kerecis Omega3 til meðhöndlunar á sárum er jafnframt samþykkt af Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og evrópskum skráningaryfirvöldum. Kerecis hefur hug á því að halda áfram og nýta tæknina til að þróa fleiri afurðir úr fiskroðinu sem eru sérstaklega ætlaðar til vefjaviðgerða í innvortis skurðaðgerðum, og auka þannig verðmæti þess verulega. Markmið verkefnisins sem fær styrk í dag, er að m.a. þróa notkun á roði til viðgerðar á heilabasti. Heilabast er himna á milli heila og höfuðkúpu. Við heilaskurðaðgerðir og slys getur heilabastið rofnað og er hin nýja Kerecis Omega3 vara ætluð til viðgerðar eftir slíkt rof.

Báran Hönnunarteymi og Ásgeir Matthíasson - Orkuskipti um borð í frystitogurum
Viðfangsefni verkefnisins er orkuvinnsla úr lífrænu frálagi frá veiðum og vinnslu um borð í fiskiskipum sem nýtist til framleiðslu á raf- og varmaorku. Megin viðfangsefni verkefnisins er að rannsaka frálagið og orkugildi þess og á hvaða hátt vinna megi nýtanlegt eldsneyti úr úr því. Niðurstöður rannsóknanna verða notaðar til að hanna búnað sem nýtt getur lífræna frálagið sem fellur til um borð í vinnsluskipum, hugsanlega einnig um borð í hefðbundnum fiskiskipum af stærri gerðinni sem eru á ísfiskveiðum. Metangasið sem framleitt yrði væri nýtt til að knýja rafstöð, svokallaða hauggashverfil, sem til eru á markaðinum. Hverfillinn skilar hluta orkunnar sem raforku sem nýtist í vinnsluna og hluta sem varmaorku sem nota má til upphitunar og hugsanleg einnig fyrir frystikerfi skipanna. Með þessu móti fengist tvöfaldur ávinningur, úrgangurinn yrði nýttur til orkuskipta sem mundi minnka notkun jarðefnaeldsneytis sem hefði minna sótspror í för með sér og hægt væri að nýta stóran hluta frálags frá veiðum og vinnslu í stað þess að henda því aftur í sjóinn

Biokraft – rannsóknir á raforkuframleiðslu með vindorku
Fyrirtækið Biokraft fær styrk til ítarlegra vindrannsókna á Suðurlandi. Biokraft stendur fyrir raforkuframleiðslu með vindorku og hefur þegar fjárfest í þremur vindmyllum í þeim tilgangi sem eru staðsettar í Þykkvabænum. Myllurnar voru settar í gang 25. júlí 2014 og er áætlað að þær framleiði rafmagn fyrir 800 – 1000 heimili. Markmiðið með verkefninu er að virkja vindorkuna sem er nokkur nýjung á Íslandi, en landið er heppilegt til slíkrar orkuframleiðslu. Biokraft mun í kjölfarið halda áfram rannsóknum og leggja út í uppbyggingu á fleiri vindmyllum í Þykkvabæ. Biokraft er frumkvöðull á sínu sviði og fyrst einkafyrirtækja til að setja upp vindmyllur af þeirri stærðargráðu að þær geti framleitt orku fyrir markaðinn.

Gerosion – þróun á fóðringu í jarðhitaborholum
Markmið verkefnisins er að þróa fórnarfóðringu sem getur varið stálfóðringarnar í jarðhitaborholunni gegn tæringu og varmaþensluáhrifum svo að styrkur borholunnar minnki ekki. Með fórnarfóðringunni er hægt að auka líftíma borhola og spara Íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldskostnað og kostnað við gerð nýrra borhola.

The Hannibal project – framleiðsla á eldsneyti með sorp sem mötunarefni
Megin markmið verkefnisins er að kanna hver ávinningurinn af því að setja upp á Íslandi hagkvæmt gösunar- og Fischer-Tropsch orkuver sem nýtir sorp sem mötunarefni. Slíkt orkuver myndi nota jarðvarma og vatnsorku sem orkugjafa við að búa til eldsneyti fyrir skip eða flugvélar. Þessi lausn er hagkvæm á Íslandi þar sem hægt er að fá ódýra og hreina orku frá jarðvarma- og vatnsorkuvirkjunum, ólíkt rauninni í öðrum löndum. Framtíðasýn verkefnisins er að Ísland fái hagkvæma og sjálfbæran kost sem hægt væri að nota í stað jarðefnaeldsneytis.

Akvaplan niva AS – Nýting á litarefni í sæbjúgum (ASTA)
Upphaf þessa verkefnis, ASTA, má rekja til þess að tekið var eftir því við vinnslu á sæbjúgum að mikið af litarefni virðist vera í slógi sem fellur til, þessu slógi er hent. Því kviknaði áhugi að einangra og greina þetta litarefni og kanna möguleika á því að vinna úr því verðmæta afurð, litarefnið astaxanthin. Astaxanthin er eftirsótt og verðmæt afurð sem flytja mætti á erlenda markaði.

 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall