Akur fjárfestir í Fáfni Offshore

08.12.2014
Akur fjárfestingar, framtakssjóður í rekstri Íslandssjóða, hefur keypt 30% hlut í Fáfni Offshore hf. Fjárfestingin nemur 1.260 milljónum króna. Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíu-og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. Fyrsta skip félagsins Polarsyssel var afhent félaginu í september sl. Það er fyrsta íslenska sérhæfða skipið sem er til öryggis- og olíuþjónustu á Norðurslóðum. Skipið hefur verið til þjónustu við Sýslumanninn á Svalbarða. Fáfnir Offshore hefur gert 6 ára þjónustusamning við sýslumanninn um gæslustörf í sex mánuði á ári. Þá hefur Fáfnir einnig gengið frá samningum við stærsta fyrirtæki Rússland Gazprom um þjónustu við olíuborpall í eigu félagsins sem er staðsettur í Pechora hafinu.   
Hlutafjáraukningunni í Fáfni Offshore er ætlað að styðja við frekari vöxt félagsins. Fáfnir Offshore hefur fest kaup á öðru skipi sambærilegrar gerðar og Polarsyssel sem nú er í smíðum og verður það afhent um mitt ár 2015. Stefnt er á frekari fjárfestingar en Akur er nú stærsti einstaki hluthafi félagsins en næst stærsti hluthafi félagsins er framtakssjóðurinn Horn II. 

Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs fjárfestinga: 

“Við teljum fjárfestinguna í Fáfni Offshore fela í sér spennandi tækifæri til uppbyggingar í atvinnugrein sem er þróuð á alþjóðavísu en ný á Íslandi. Þetta hefur farið afar vel af stað og við trúum því að reynsla Steingríms og annarra hluthafa félagsins eigi eftir að nýtast vel við uppbyggingu félagsins.“

Steingrímur Bjarni Erlingsson, forstjóri Fáfnis Offshore: 

„Ég fagna aðkomu Akurs að félaginu hún gerir félaginu kleift að ráðast í þær fjárfestingar sem eru nauðsynlegar til að fylgja eftir þeirri stefnu sem félaginu hefur verið mörkuð. Fyrstu mánuðir Polarsyssel hafa farið vel af stað. Við höfum náð góðum samningum við bæði fyrirtæki og stjórnsýslustofnanir. Við höfum því fulla trú á að nýjar fjárfestingar muni færa okkur enn fleiri og betri tækifæri.“ 


Um Akur fjárfestingar
Akur fjárfestir í óskráðum félögum. Hluthafar í félaginu eru 15 talsins þar af 13 lífeyrissjóðir ásamt VÍS og  Íslandsbanka.  Fjárfestingin í Fáfni Offshore er önnur fjárfesting Akurs og sú stærsta hingað til en félagið fjárfesti fyrr á þessu ári í HSV eignarhaldsfélagi sem á rúmlega þriðjungshlut í HS veitum. Fjárfestingartími Akurs er þrjú til fjögur ár en áætlaður líftími sjóðsins er átta til tíu ár og er fjárfestingagesta félagsins 7,3 milljarðar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall