The Banker velur Íslandsbanka banka ársins

28.11.2014
The Banker, tímarit sem gefið er út af Financial Times og er eitt víðlesnasta fjármálatímarit í heimi, hefur valið Íslandsbanka sem banka ársins á Íslandi árið 2014. 

Í rökstuðningi fyrir valinu kom fram að Íslandsbanki hefði náð árangri í rekstri bankans með kostnaðaraðhaldi, aukningu tekna en um leið átt ánægðustu viðskiptavinina í bankakerfinu samkvæmt Ánægjuvoginni. Þá sé Íslandsbanki með afar sterkt eiginfjárhlutfall í alþjóðlegum samanburði. Að auki hafi bankinn náð að auka fjölbreytni í fjármögnun hans með árangursríkum hætti, t.a.m. með útgáfu erlendra skuldabréfa í sænskum krónum og evrum. Þá er Íslandsbanki stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa á Íslandi auk þess sem hann var fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja frá haustinu 2008 til að gefa út víxla skráða í kauphöll Íslands. Einnig er tekið tillit til þess að Íslandsbanki hefur aukið markaðshlutdeild sína verulega á undanförnum árum, bæði í gegnum sameiningar við önnur fjármálafyrirtæki og ný viðskipti. 

Að lokum var horft til vöruþróunar bankans á bankamarkaði en áhersla hefur verið lögð á að bregðast við þörfum viðskiptavina. Dæmi um þetta eru t.a.m. fyrstukaupalán sem voru kynnt í haust en það eru fasteignalán á betri kjörum fyrir þá sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Þá hefur Íslandsbanka Appið verið í stöðugri þróun með nýjum aðgerðum en um 45 þúsund notendur hafa nú hlaðið Appinu niður. 
 
Fyrr á árinu valdi hið virta fjármálatímarit Euromoney Íslandsbanka sem besta bankann og fjárfestingabankann hér á landi. Það sem réð úrslitum þar var einnig skýr markmiðasetning og frumkvæði í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans. 


Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 
„Viðurkenningar frá The Banker og Euromoney fyrr á árinu staðfesta að við erum á réttri leið og eru um leið hvatning fyrir okkur að gera betur. Við höfum ávallt lagt áherslu á skýra markmiðasetningu og stefnumótun og fengið starfsfólk bankans með í þá vinnu. Á þessu ári  höfum við markað nýja stefnu sem byggir á því að efla og þróa þjónustu við viðskiptavini enn frekar og einfalda starfsemina í þágu viðskiptavina okkar.  Þá erum við staðráðin í að stunda ábyrga bankastarfsemi sem grundvallast á heilbrigðum viðskiptaháttum og traustum rekstri. Ég er stolt af þessari viðurkenningu sem er vitnisburður um frábært starf starfsfólks Íslandsbanka.“ 


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall