Ný skýrsla Íslandsbanka um sjávarútveg

20.11.2014
Í nýútgefinni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg er fjallað um þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu var 10% árið 2013. Hlutfall veiða var 6,3% og hlutfall vinnslu 3,7%. Óbeint framlag sjávarútvegs er talsvert umfangsmeira og hafa rannsóknir á vegum íslenska sjávarklasans bent til þess að fyrirtæki sem tilheyra sjávarklasanum standi undir um 25-30% landsframleiðslunnar.

Hér má sjá yfirlit yfir þau lykilatriði sem koma fram í skýrslunni:

• 8.600 manns störfuðu með beinum hætti við sjávarútveg á árinu 2013. Fleiri störf voru í landi en úti á sjó í fyrsta sinn síðan árið 2004 og störfuðu 5000 manns í landi eða um 58%.
• Íslenski fiskiskipaflotinn hefur dregist saman í fjölda og brúttótonnum, hvoru tveggja um 15% frá árinu 2000 og var meðalaldur flotans 25 ár á árinu 2013.
• Síðastliðna þrjá áratugi hefur þorskaflinn dregist saman um næstum helming en á sama tíma hafa útflutningsverðmæti aflans aukist um 138%.
• Tekjur sjávarútvegsfélaga árið 2013 námu 263 milljörðum sem er 5% samdráttur frá fyrra ári. EBITDA var 62 milljarðar og dróst hún saman um 20% frá árinu 2012.
• Arðgreiðslur á árinu 2013 námu tæpum 12 milljörðum og hafa aukist um 5,5 milljarða á milli ára eða sem nemur 87%.
• Fjárfestingar í sjávarútvegi voru 11 milljarðar árið 2013 sem er 22% yfir meðalfjárfestingu síðastliðins áratugar eða svo.
• Opinber gjöld sjávarútvegsfélaga árið 2013 námu 24,5 milljörðum og hafa þau rúmlega þrefaldast frá árinu 2009.
• Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um 31% undanfarin 5 ár og námu þau 272 milljörðum á árinu 2013.
• Á árinu 2013 var í fyrsta skiptið flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en til Bretlands og Noregs sem hingað til hafa verið helstu viðskiptalönd íslenskra sjávarafurða.
• Mikil gróska er í nýsköpun í tengslum við sjávarútveg og eru íslendingar á meðal fremstu þjóða í fullnýtingu sjávarafurða.
• Áætlanir gera ráð fyrir að fiskeldisframleiðsla muni tvöfaldast á milli áranna 2013 og 2015 og að um 13.700 tonnum verði slátrað árið 2015.

Íslandsbanki og forverar hans hafa gefið út skýrslu um íslenskan sjávarútveg frá árinu 2003. Útgáfunni er ætlað að taka saman á einn stað upplýsingar fyrir hagsmunaaðila og aðra sem hafa áhuga íslenskum sjávarútvegi. Um 22% af lánasafni bankans til fyrirtækja tilheyra fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall