Afkoma Íslandsbanka á 3. árshluta 2014

20.11.2014 - Kauphöll

Helstu niðurstöður á fyrstu 9 mánuðum ársins

 • Hagnaður eftir skatta var 18,2 ma. kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins samanborið við 15,4 ma. kr. á sama tímabili 2013 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 13,8% samanborið við 13,4% á sama tímabili 2013, þrátt fyrir að eigið fé bankans hækkaði um 14% á milli ára úr 160 ma. kr. í 181 ma. kr.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 20,6 ma. kr (9M2013: 21,9 ma. kr.) 
 • Hreinar þóknanatekjur voru 8,5ma. kr. (9M2013: 7,6 ma. kr.) Aukninguna má að mestu rekja til viðskiptabankasviðs, markaða, eignastýringar og dótturfélaga.
 • Kostnaðarhlutfall bankans var 54,4% (9M2013: 58,4%); kostnaðaraðhald er farið að bera árangur.
 • Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 29,4% samanborið við 28,4% í lok árs 2013, og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 26,3% (árslok 2013: 25,1%). 
 • LPA hlutfallið var 7,0% (árslok 2013: 8,3%). Hlutfall vanskila umfram 90 daga var 3,1% (árslok 2013: 3,5%).
 • Heildareignir voru 931 ma. kr. (árslok 2013: 866 ma. kr.), sem er 7,5% aukning frá áramótum. 

Helstu niðurstöður á 3. ársfjórðungi 

 • Hagnaður eftir skatta var 3,5 ma. kr. á 3. ársfjórðungi samanborið við 4,2 ma. kr. á sama tímabili 2013 
 • Arðsemi eigin fjár var 7,9% á fjórðungnum (3F2013: 10,6%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,1 ma. kr. á fjórðungnum (3F2013: 7,4 ma. kr.) Hreinn vaxtamunur var 3,1% (3F2013: 3,5%) sem er í takt við langtíma áætlanir bankans.
 • Hreinar þóknanatekjur voru 2,8 ma. kr. (3F2013: 2,5 ma. kr.) sem er 16% hækkun milli ára.
 • Heildar eignir voru 931 ma. kr. (júní 2014: 908 ma. kr.) og jukust um 3% á fjórðungnum.
 • Heildarinnlán jukust í 561 ma. kr. úr 543 ma. kr. í lok júní 2014 sem má rekja til eðlilegra sveiflna í innlánum frá viðskiptavinum og fjármálastofnunum.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Ég er ánægð með afkomuna á fyrstu 9 mánuðum ársins sem er í samræmi við áætlanir. Það verður þó áframhaldandi áskorun að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og auknum tekjuvexti. Við höfum lagt áherslu á að auka hagkvæmni í rekstri en lækkun á stjórnunarkostnaði var 6,4% milli ára. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 54 milljarða króna á þessu ári.

Íslandsbanki hefur alltaf verið sterkur á sviði vöruþróunar á fjármálamarkaði og lagt áherslu á að bregðast við þörfum viðskiptavina á því sviði. Gott dæmi um þetta eru svokölluð fyrstukaupalán sem við kynntum á fjórðungnum en það eru fasteignalán á betri kjörum fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta skipti. Við erum einnig stöðugt að þróa Íslandsbanka Appið með nýjum aðgerðum og sjáum 100% aukningu í fjölda færslna frá áramótum en samtals hafa 45 þúsund notendur hlaðið Appinu niður.

Um 5.000 viðskiptavinir Íslandsbanka eiga rétt á leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Leiðréttingin er fjármögnuð með sérstökum bankaskatti og gerir Íslandsbanki ráð fyrir að greiða um 2,4 milljarða króna í þann skatt á árinu. Mikilvægt er að þetta verði tímabundin skattheimta eins og kynnt hefur verið. Aukin skattheimta skekkir mjög samkeppnishæfni íslenskra banka við erlendar fjármálastofnanir í þjónustu við stærri fyrirtæki landsins.“

Hér má sjá upptöku þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, segir frá uppgjörinu. 

Nánari upplýsingar:

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall