Viðskiptavinir fá nýja kynslóð greiðslukorta

18.11.2014
Íslandsbanki mun innan tíðar hefja útgáfu á nýrri kynslóð debet- og kreditkorta sem hafa meiri virkni en þau kort sem eru í boði í dag. Öll kort verða t.a.m. með snertilausri virkni. Við þessar breytingar verður útgáfu á VISA greiðslukortum hætt hjá Íslandsbanka og mun MasterCard koma í staðinn. 

Ný tegund debetkorts

Debet MasterCard er ný tegund af debetkorti og hefur það ýmsa kosti framyfir núgildandi kort. Þar á meðal eru snertilausar greiðslur og auðveldari netviðskipti. Að auki verður hægt að nota kortið hjá mun fleiri söluaðilum erlendis en hingað til hefur notkun debetkorta verið takmörkuð þar. 

Snertilaus greiðslukort

Nýju MasterCard greiðslukortin verða með PayPass eða snertilausri virkni. Með snertilausri virkni geta notendur greitt fyrir vöru með því að bera kortið upp að kortalesaranum án snertingar. PIN númer er því óþarft. Til að tryggja öryggi getur hver snertilaus greiðsla að hámarki verið 4.200 kr. og að hámarki getur samanlögð fjárhæð snertilausra greiðslna verið kr. 10.000. Þegar hámarkinu er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN-númeri til þess að geta haldið áfram að greiða snertilaust. Þessi greiðsluleið hefur verið að ryðja sér til rúms erlendis á undanförnum árum og hefur öryggi hennar verið margprófað. 

Veldu sjálfur PIN-númerið

Viðskiptavinir munu fá nýtt kort sent heim til sín. Hægt verður að virkja það með einföldum hætti í Netbankanum eða í útibúum Íslandsbanka. Þá verður einnig boðið upp á þá nýbreytni að viðskiptavinir geta sjálfir breytt PIN-númerinu sem fylgir kortinu í hraðbönkum Íslandsbanka. 


Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður ÍSB korta: 
“Með samstarfinu við MasterCard er Íslandsbanki að styrkja vöruúrval viðskiptavina sinna og svara auknum kröfum þeirra. Með tilkomu nýrrar kynslóðar greiðslukorta erum við að bjóða upp á nýjar lausnir sem auðvelda viðskiptavinum okkar að eiga viðskipti, hvort sem er á netinu eða með snertilausri virkni. Við erum stolt af samstarfi okkar við MasterCard sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkur upp á nýja og spennandi þjónustu. Með samstarfinu styrkir Íslandsbanki enn frekar stöðu sína á greiðslukortamarkaði.“

Bart Willaert, framkvæmdastjóri MasterCard á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum:
"Við fögnum samstarfinu  við Íslandsbanka. Með því eru tekin fyrstu skrefin í átt að snerti- og seðlalausum viðskiptum á Íslandi. Íslendingar verða brautryðjendur í þessum nýja greiðslumáta en með MasterCard verða greiðslur auðveldari, fljótlegri og öruggari, bæði á netinu og í verslunum um heim allan."


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall