Verðbréfayfirlit VÍB í Appi Íslandsbanka

13.11.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB er fyrst íslenskra eignastýringarfyrirtækja til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á aðgang að verðbréfum í Appi fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Hér er um að ræða einfalda og þægilega leið fyrir viðskiptavini til fylgjast með verðbréfum sínum, hvar og hvenær sem er.

Í þessari útgáfu er um að ræða yfirlit verðbréfaeigna og verðbréfahreyfinga. Hægt er að sjá heildareign safna, skoða eignir eftir eignaflokkum og niður á stök verðbréf, þar sem auk þess birtast síðustu hreyfingar í viðkomandi bréfi. Yfirlit hreyfinga sýnir allar verðbréfahreyfingar sem hægt er að skoða nánar hverja fyrir sig. Fletta má eignum eftir dagsetningu að eigin vali og velja tímabil fyrir hreyfingar.

Um Íslandsbanka Appið

App Íslandsbanka er í boði fyrir alla einstaklinga 13 ára og eldri með aðgang að Netbanka Íslandsbanka og Android eða iOS snjalltæki. Í Appinu hafa notendur aðgang að sömu reikningum og verðbréfasöfnum og í Netbanka Íslandsbanka. Hægt er að nálgast Íslandsbanka Appið í Play Store fyrir Android snjalltæki og App Store fyrir iOS (Apple).

Sækja Appið fyrir iPhone. 

Sækja Appið fyrir Android. 

 

Nánari upplýsingar eru á vef Íslandsbanka.  

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall