Birna Einarsdóttir markaðsmaður ársins

06.11.2014

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er markaðsmaður ársins að áliti ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi. Þetta var samhljóða álit dómnefndar. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem veitti Birnu verðlaunin. 

Íslandsbanki  var  einnig eitt fimm fyrirtækja sem tilnefnd voru til verðlaunanna Markaðsfyrirtæki ársins. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 
„Í upphafi starfsferils míns var ekki algengt að þeir sem höfðu þekkingu á markaðsmálum væru ráðnir í forstjórastól. Í dag hafa markaðsmál fengið aukið vægi og ekki jafn sjaldséð að markaðsfólk stýri stórum fyrirtækjum. Það  er engin tilviljun, markaðsmál skipa mikilvægan sess í starfi hvers fyrirtækis. Hjá Íslandsbanka höfum við lagt ríka áherslu á uppbyggingu á sterku vörumerki og fyrirtækjamenningu sem styður það. Þessari viðurkenningu deili ég því stolt með frábæru starfsfólki bankans.“ 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall