Einfaldara aðgengi að Netbanka með rafrænum skilríkjum í farsíma

29.10.2014

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta nú skráð sig inn í Netbankann með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þetta er ný og örugg innskráningarleið. Þeir sem eru búnir að sækja um og virkja rafræn skilríki í farsíma þurfa því einungis að slá inn símanúmer sitt á upphafssíðu Netbankans. Birtist þá valmynd í símanum sem biður um aðgangsorð til staðfestingar.

Rafræn skilríki í Netbanka fela í sér:

  • Einfaldari innskráningu í Netbanka
  • Auðkennislykill er nú óþarfur við innskráningu auk þess sem ekki þarf að slá inn notandanafn og lykilorð.
  • Rafræn skilríki virka í flestum farsímum, óháð stýrikerfi
  • Á sérstakri leiðbeininga- og upplýsingasíðu á vef Íslandsbanka er hægt að kanna með einföldum hætti hvort farsími viðskiptavina styðji rafræn skilríki auk helstu upplýsinga um þjónustuna.
  • Viðskiptavinir með rétt farsímakort geta virkjað þau í útibúum bankans sér að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis gild vegabréf eða ökuskírteini.

Enn sem komið er eru rafræn skilríki í síma ekki í boði hjá öllum símafyrirtækjum en hægt er að sækja um rafræn skilríki á korti á vef Auðkennis. Við notkun á slíku korti þarf að hafa kortalesara auk þess sem hlaða verður niður sérstökum hugbúnaði. Rafrænu skilríkin hafa engin áhrif á auðkennislykla og SMS við innskráningu og geta viðskiptavinir áfram nýtt þá leið kjósi þeir það frekar.

Már Másson, forstöðumaður Netviðskipta:
„Rafræn skilríki í farsíma einfalda aðgengi að Netbankanum og auka öryggi. Nú þurfa viðskiptavinir ekki lengur að slá inn notendanafn og lykilorð í Netbanka. Þetta hefur í för með sér aukin þægindi fyrir notendur sem nú þurfa ekki að nota Auðkennislykil við innskráningu. Í náinni framtíð munu viðskiptavinir svo geta klárað ýmis bankaviðskipti í Netbankanum og Appinu án þess að gera sér ferð í bankann.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall