Íslandsbanki styður forritara framtíðarinnar

21.10.2014

Íslandsbanki er hollvinur sjóðsins Forritarar framtíðarinnar sem styður forritunar- og tæknikennslu grunn- og framhaldsskóla landsins. Á morgun fer fram önnur úthlutun sjóðsins en þá hefur sjóðurinn úthlutað alls 8 milljónum króna á þessu fyrsta starfsári hans. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur. Að þessu sinni bárust 39 umsóknir en fjórir skólar hlutu styrk að virði samtals 4 milljóna króna. Þetta eru Smáraskóli, Kirkjubæjarskóli, Grunnskólinn í Sandgerði og Grunnskóli Vestmannaeyja.

Skortur er á upplýsingatæknimenntuðu fólki í landinu. Háskólar útskrifa tæknimenntað fólk sem annar um það bil 50% eftirspurnar atvinnulífsins. Á næstu árum er því þörf fyrir að minnsta kosti 100% aukningu á þessu sviði til þess að brúa bilið. Sjóðinum er ætlað að mæta þessari þörf með því að efla tækni- og tölvukennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins og bæta úr búnaði margra skóla sem er orðinn úreltur. Að sjóðinum standa Mennta- og menningarráðuneytið og fyrirtæki.

Afhending styrkjanna fer fram á morgun, 22. október, klukkan 14 í húsakynnum CCP að Grandagarði 8. Styrkirnir verða afhentir í viðurvist kennara og barna þeirra skóla sem hlutu styrkina að þessu sinni.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall