60.000 manns séð 200 fundi VÍB

16.10.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Frá því að nafn VÍB var tekið upp að nýju árið 2011 hafa 200 viðburðir verið haldnir. Um 60.000 manns hafa sótt þessa fundi eða horft á þá á netinu, sem jafngildir því að um 300 manns hafi fylgst með hverjum viðburði. VÍB hefur byggt orðspor sitt á fagmennsku og fræðslu. Í gegnum fræðslufundi hefur VÍB lagt áherslu á faglega umræðu um fjárfestingar og efnahagsmál. Dæmi um verkefni sem VÍB hefur tekið þátt í er t.d. námskeiðaröð með Opna háskólanum í HR, samstarf með Kauphöllinni og FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, og samstarf við Landssamband eldri borgara. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri, hefur t.a.m. haldið 51 erindi um fjármál við starfslok og hafa um 4.500 manns mætt á þá fundi eða séð þá á netinu.

Flest þessara námskeiða hafa nær eingöngu verið auglýst á samfélagsmiðlum en tæp 4.000 manns eru fylgjendur VÍB á facebook. Hér má sjá fræðsludagskrá VÍB.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall