Jákvæðar horfur Íslandsbanka

14.10.2014
Standard & Poor´s hefur endurskoðað horfur Íslandsbanka úr stöðugum í jákvæðar og staðfest lánshæfismat bankans sem er BB+/B.

S&P segir jákvæðar horfur Íslandsbanka endurspegla jákvæðar horfur á íslenska ríkið og skoðun þeirra að bankakerfið  sé að þróast til betri vegar.  Þann 18. júlí 2014 breyttu þeir horfum sínum á íslenska ríkið í jákvæðar vegna aukins hagvaxtar og lækkun ríkisskulda.

Fyrirtækið býst við að gæði eignasafns bankans fari batnandi á næstu tveimur árum og að bankinn nái að minnka áhættu tengda fasteignum og hlutabréfum á  efnahagsreikningi sínum.


Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka:
„Þessi niðurstaða er í takti við væntingar okkar í ljósi breytinga á horfum íslenska ríkisins síðastliðið sumar. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á þeim árangri sem hefur náðst, bæði í íslensku efnahagslífi sem og í endurskipulagningu lánasafns bankans. Þetta mun vonandi hafa jákvæð áhrif á aðgengi okkar að erlendu fjármagni sem gerir okkur kleift að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.“ 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall