Fjármálafræðsla fyrir 60 ára og eldri

13.10.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB hefur á undanförnum árum haldið nær 50 námskeið um fjármál við starfslok og hafa yfir 3.000 manns sótt þessa fundi.  Markmiðið með fundunum er að fræða þá sem nú nálgast eftirlaunaaldur svo að þeir geti tekið skynsamlegar ákvarðanir um fjármál sín. Meðal þess sem rætt er um á fræðslufundum er áhrif tekna á greiðslur Tryggingastofnunar, skattgreiðslur, úttekt séreignarsparnaðar og ávöxtun.

Við 60 ára aldur er séreignarsparnaður laus til úttektar og er það algengt að hann sé allur tekinn út á einu ári. Tekjuskattur er dreginn af úttektinni og því er mikilvægt að fólk velti vandlega fyrir sér hvaða áhrif skattþrep hafa. Miklu getur munað eftir því hvort greitt er í 2. eða 3. skattþrepi við úttektina.

Næstu fræðslufundir um fjármál við starfslok verða 14. og 21. október.   Nánari upplýsingar eru á vefsíðu VÍB.

Vefsíða fyrir um fjármál eldri borgara

Nýlega opnaði VÍB vefsíðu fyrir þá sem huga að starfslokum, www.vib.is/60plus. Vefsíðunni er ætlað að hjálpa fólki að undirbúa fjárhaginn fyrir þessi stóru tímamót og taka skynsamlegar ákvarðanir. Þar gefur að finna upplýsingar um skattaskerðingar, ávöxtun, úttekt séreignasparnaðar og fleira.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka:

„Við höfum jafnt og þétt verið að auka þjónustu okkar við þá sem eru 60 ára og eldri. Nýja vefsíðan er liður í því að veita þessum hópi betri þjónustu en þar er mikið magn upplýsinga um fjármál við starfslok. Því miður virðast allt of margir kynna sér of seint þær breytingar sem verða á tekjum við starfslok. Með réttum upplýsingum má fyrirbyggja algeng mistök og jafnvel spara stórfé. Við hvetjum alla þá sem nálgast eftirlaunaaldur að kynna sér málin vel.“

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB fer hér stuttlega yfir nýja vefsíðua VÍB fyrir 60 ára og eldri. Íslandsbanki on Vimeo.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall