Fræðslufundur um fyrstu íbúðarkaupin

09.10.2014

Í tilefni Rauðra daga hélt Íslandsbanki í gær fræðslufund um húsnæðislán. Fundurinn var ætlaður þeim sem hyggja á sín fyrstu íbúðarkaup. Þar var farið yfir var m.a. staðan á íbúðamarkaði, fyrstu kaupalán, lánstegundir í boði, kostnað við fasteignakaup og ferlið við að kaupa sér húsnæði. Íslandsbanki hóf nýlega að bjóða upp á aukalán við fyrstu kaup á íbúð. Um er að ræða 1,5 milljóna króna lán sem kemur aukalega við hefðbundin 80% húsnæðislán. Þá var einnig farið yfir greiðslumat en hægt er að gera bráðabirgðagreiðslumat á vef Íslandsbanka sem svo er hægt að breyta í umsókn um staðfest greiðslumat framkvæmdu af bankanum. Með bráðabirgðagreiðslumatinu er hægt að sjá hversu dýra eign er hægt að kaupa sér miðað við innslegnar forsendur og mismunandi lánstegundir, þ.e. hvort tekið sé verðtryggt, óverðtryggt eða blandað lán. 

Nánari upplýsingar um húsnæðislán. 

Nánari upplýsingar um greiðslumat. 


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall