Rauðir dagar Íslandsbanka 6. - 10. október

06.10.2014

Á Rauðum dögum Íslandsbanka 6.-10. október er lögð áhersla á að kynna nýjungar í þjónustu sem létta viðskiptavinum lífið auk þess sem boðið er upp á öflugt fræðslustarf.

Fjöldi opinna funda og fyrirlestra verða á völdum stöðum en meðal þess sem boðið er upp á eru fundir um húsnæðislán, nýtt viðmót í Fyrirtækjabanka, fjármál við starfslok og ókeypis námskeið í Meniga.

Að auki verður uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons haldin og hið árlega Fjármálaþing Íslandsbanka þar sem ný þjóðhagsspá Íslandsbanka verður kynnt.

Þá mun VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, vera með lengri opnun á Kirkjusandi fimmtudaginn 9. október þar sem sérfræðingar munu bjóða ráðgjöf varðandi sparnað, fjárfestingar og séreignasparnað. Þá verða ný verðbréfayfirlit í Íslandsbanka appinu kynnt.

 

Hér má nálgast dagskrá Rauðra daga.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall