Rafræn skilríki fyrir viðskiptavini Íslandsbanka

29.09.2014
• Hægt að virkja rafræn skilríki á farsímum í öllum útibúum Íslandsbanka
• Farsímar þurfa að hafa rétta tegund SIM-korta
• Skilríki á kortum þarfnast kortalesara

Viðskiptavinir Íslandsbanka sem eru með farsímakort sem styðja rafræn skilríki geta virkjað þau í útibúum bankans sér að kostnaðarlausu. Viðskiptavinir þurfa að hafa meðferðis gild vegabréf eða ökuskírteini.

Tveir kostir eru í boði til þess að nálgast og virkja rafræn skilríki.

Rafræn skilríki í farsíma

Annars vegar geta viðskiptavinir fengið rafræn skilríki í farsíma en til þess þurfa farsímakort þeirra (SIM-kort) að styðja rafræn skilríki. Viðskiptavinir geta kannað hvort þeirra farsímakort styðji slík skilríki á Islandsbanki.is/skilriki. Geri þau það ekki þurfa viðskiptavinir að fá slík kort hjá sínu símafyrirtæki. Viðskiptavinir Símans hafa síðustu mánuði fengið SIM-kort fyrir rafræn skilríki og viðskiptavinum Vodafone mun á næstu dögum bjóðast slík kort. Hafin er vinna við innleiðingu lausnarinnar hjá Nova og Tali.

Rafræn skilríki á korti
Hinn kosturinn er að sækja um sérstök skilríkjakort á heimasíðu Auðkennis sem hægt er að sækja og virkja í næsta útibúi Íslandsbanka. Árgjald slíkra korta er 1.500 krónur skv. verðskrá Auðkennis.

Kort sem styðja rafræn skilríki þarfnast kortalesara í tölvu, ýmist innbyggðan eða utanáliggjandi en engan slíkan búnað þarf vegna skilríkja í farsímum. Viðskiptavinum, sem eru í vafa um hvort debetkort þeirra innihaldi rafræn skilríki, bendum við á að hafa samband við sitt útibú. Sama gildir um þá sem hafa gleymt pin-númeri á rafræna skilríkinu sínu. Ekki eru lengur gefin út rafræn skilríki á á nýjum debetkortum

Rafræn skilríki í farsíma er góður kostur
Rafræn skilríki í farsíma er mun einfaldari leið en skilríki á debetkorti eða skilríkjakorti þar sem kortalesari verður óþarfur og ekki þarf að hlaða niður sérstökum hugbúnaði . Til þess að nýta þá lausn þurfa viðskiptavinir að hafa rétta tegund SIM-korta . Viðskiptavinir geta athugað hvort þeir hafi rétta tegund SIM-korts á https://ra.audkenni.is/ . Viðskiptavinir sem eru nú þegar með virk rafræn skilríki á debetkorti geta sjálfir sett rafræn skilríki í farsímann sinn á vef Auðkennis https://ra.audkenni.is/ og þar má nálgast allar nánari upplýsingar um rafræn skilríki.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall