Ókeypis námskeið í fjárfestingum

19.09.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB og Opni háskólinn í HR halda samstarfi sínu áfram og bjóða upp á ókeypis grunnnámskeið í fjárfestingum. Námskeiðunum er ætlað að veita þátttakendum nauðsynlega færni til að að annast sparnað sinn og fjárfestingar með ábyrgum og árangursríkum hætti. VÍB og Opni háskólinn hafa áður boðið upp á slík námskeið og hefur aðsóknin verið frábær. Fjölbreytt námskeið VÍB um fjármál og fjárfestingar hafa vakið mikla athygli en á  síðasta ári sóttu hátt í 3.000 gestir 59 viðburði hjá VÍB og fylgdust yfir 23.000 með á vefnum.

Í vetur verða haldin 6 námskeið og eru þau öll haldin í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Námskeiðin eru t.a.m. um atferlisfjármál, þ.e. hvaða áhrif hafa tilfinningar á fjárfestingar, hluta- og skuldabréfamarkaðinn, lífeyrismál, lestur og greiningu ársreikninga og algeng mistök fjárfesta sem er jafnframt fyrsta námskeiðið. Leiðbeinendur koma frá Íslandsbanka og Háskólanum í Reykjavík. 

Fyrsta námskeiðið verður þriðjudaginn næstkomandi, 23. september, um algeng mistök fjárfesta. Á námskeiðinu er farið yfir hvað er nauðsynlegt að vita áður en byrjað er að fjárfesta. Farið verður yfir mikilvægar þumalputtareglur og rætt um algengustu mistök fjárfesta. Leiðbeinandi er Björn Berg Gunnarsson. Námskeiðið hefst klukkan 12 í Háskólanum í Reykjavík. Skráning er á vef Opna háskólans og á www.vib.is.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB: 

„Fjármálafræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar í VÍB og því gleðjumst við að sjálfsögðu yfir samstarfi okkar við Opna háskólann í HR. Nú tökum við höndum saman og bjóðum upp á glæsilegt úrval námskeiða sem mun auka þekkingu og færni þátttakenda, sem er okkur öllum til hagsbóta."

Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR: 

„Kjarnastarfsemi Opna háskólans í HR felst í því að miðla þekkingu á sviðum viðskipta, tækni og laga  í virku samstarfi við akademískar deildir HR og íslenskt atvinnulíf.  Því fögnum við samstarfinu við VÍB þar sem sameinast traustur fræðilegur grunnur og hagnýt þekking atvinnulífsins.“
 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall