Varasamir tenglar í tölvupósti

12.09.2014
Nokkuð hefur orðið vart við tölvupóst í vikunni þar sem viðskiptavinir banka eru beðnir um að smella á tengil inni í póstinum og gefa upp notendanafn og aðgangsorð að netbönkum.

Í sameiginlegri tilkynningu frá  Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, Ríkislögreglustjóra, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum og MP banka eru viðskiptavinir hvattir
 til að vera á varðbergi gagnvart slíkum tölvupósti og smella ekki á slíka tengla. 

Bankar og fjármálafyrirtæki biðja viðskiptavini sína aldrei um notendaupplýsingar í gegnum tölvupóst, né hvetja þá með þeim hætti til að skrá sig inn í heimabanka.

Viðskiptavinum Íslandsbanka er bent á að senda grunsamlega tölvupósta áfram á netfangið islandsbanki@islandsbanki.is til upplýsingar fyrir sérfræðinga bankans og eyða síðan viðkomandi skeyti tafarlaust. 

Ennfremur er viðskiptavinir hvattir til að tengjast eingöngu Netbankanum í gegnum vefsíðu bankans.

Þeir sem hugsanlega hafa smellt á hlekk úr tölvupósti eins og þann sem lýst er hér að ofan eru hvattir til að skipta um lykilorð í Netbankanum og kynna sér upplýsingar um öryggi Netbankans á vefsíðu Íslandsbanka.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga varðandi netöryggi:

  • Notendur eiga aldrei að smella á grunsamlega tengla í tölvupósti. Gott er að hafa það fyrir reglu að tengjast Netbankanum eingöngu í gegnum vefsíðu bankans. Þetta skal einnig hafa í huga þegar um viðkvæmar upplýsingar eða viðskipti af öðru tagi er að ræða.
  • Bankar senda aldrei viðskiptavinum sínum tölvupóst þar sem notendur eru beðnir um að uppfæra upplýsingar um sig með því að smella á hlekk í skeytinu eða senda upplýsingar með því að svara póstinum. Þetta á t.d. við um notendanafn, lykilorð eða greiðslukortaupplýsingar.
  • Þegar farið er inn í netbanka ber að gæta þess að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði, það sést með því að ganga úr skugga um að https:// sé fremst í vefslóð.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall