Forskráningu í maraþonið lokið – þátttökumet í þremur vegalengdum

21.08.2014

Reykjavíkurmaraþon fer fram í 31. sinn laugardaginn 23. ágúst 2014. Forskráningu á netinu lauk kl.13 í dag. Forskráðir í ár eru alls 13.003 sem er 9% fjölgun frá forskráningunni í fyrra. Hlauparar sem ekki eru búnir að skrá sig eiga möguleika á að skrá sig á skráningarhátíð í Laugardalshöll í dag fimmtudag og á morgun föstudag milli kl. 14 og 19. Þó að skráningu sé ekki lokið er nú þegar búið að slá ný þátttökumet í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi.

Reykjavíkurmaraþonið er alþjóðlegur viðburður með fjölda erlendra þátttakenda. Í dag hafa 2.226 erlendir hlauparar skráð sig til þátttöku og eru þeir af 62 þjóðernum. Aldrei hafa fleiri erlendir þátttakendur skráð sig til þátttöku.

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru á öllum aldri. Þau yngstu eru innan við árs gömul og taka þátt í Latabæjarhlaupinu en sá elsti er 91 árs og tekur þátt í 3 km skemmtiskokki. Elsti maraþonhlauparinn er 88 ára. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er almenningsviðburður þar sem allir geta tekið þátt ásamt því að vera alþjóðlegt keppnishlaup og Íslandsmeistaramót í maraþoni fyrir afreksfólk.

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta eins og fyrri ár hlaupið til góðs með því að safna áheitum fyrir ýmis góðgerðarfélög. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Í dag eru um 4.500 hlauparar búnir að skrá sig sem góðgerðahlaupara á hlaupastyrkur.is og er heildarsöfnun áheita komin yfir 55 milljónir sem er um 20% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Áheitasöfnun lýkur á miðnætti á mánudag.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall