Fleiri en 10 þúsund skráðir í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

19.08.2014
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 sem fram fer laugardaginn 23.ágúst næstkomandi er í fullum gangi á vefnum marathon.is. Nú þegar hafa 10.467 skráð sig til þátttöku sem eru 8% fleiri en á sama tíma í fyrra.

10 km hlaupið er vinsælasta vegalengdin líkt og undanfarin ár en rúmlega helmingur skráða þátttakenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd eða 5.431. Næst flestir hafa skráð sig í hálft maraþon, 2.246 hlauparar, og 1.064 hafa skráð sig í maraþon. Einnig er hægt að velja um að skrá sig í 3 km skemmtiskokk, Latabæjarhlaup og boðhlaup þar sem 2-4 skipta á milli sín maraþonvegalengdinni. Allir aldurshópar og getustig ættu því að geta fundið vegalengd við þeirra hæfi í hlaupinu næsta laugardag.

Skráðir erlendir þátttakendur eru nú 2.0163 og af 60 mismunandi þjóðernum. Flestir erlendu þátttakendanna koma frá Bandaríkjunum, 490 manns og næst flestir frá Bretlandi, 368. Þá eru skráðir Þjóðverjar 239 talsins, Kanadabúar 200 og Norðmenn 114.

Netskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marathon.is lýkur fimmtudaginn 21.ágúst kl.13. Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þá er þátttökugjaldið hærra.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. 3734 hlauparar eru að safna áheitum á vefnum og hafa þegar safnast rúmlega 42 milljónir til góðra málefna en það er 12% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra. Allir skráðir þátttakendur geta safnað áheitum til styrktar góðum málefnum á hlaupastyrkur.is en hægt er að velja á milli 167 mismunandi góðgerðafélaga.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall