Stærsti dagur ársins

01.08.2014

Það verður nóg um að vera í útibúum og þjónustuveri Íslandsbanka í dag. 1. ágúst er alla jafna stærsti dagur ársins enda er stærsta ferðahelgi ársins framundan og viðskiptavinir fá greiddar vaxtabætur. Þegar þetta er ritað hefur þjónustuverið svarað um 1100 símtölum og biðröð var fyrir utan mörg útibú þegar opnað var klukkan 9 í morgun.

Á Kirkjusandi var ákveðið að taka á móti öllum með þjóðhátíðarstemningu.

"Við búumst við um 1000 manns í útibúið í dag. Við ákváðum að taka þetta bara á léttleikanum, klæða alla í "lopapeysu" og bjóða upp á kaffi og kleinur," segir Björn Sveinsson útibússtjóri. "Viðskiptavinir hafa tekið mjög vel í þetta uppátæki hjá okkur."

Í Vestmannaeyjum er hins vegar annar póll tekinn í hæðina. Þar lokar útibúið skömmu eftir hádegi.

"Þetta er hefð sem við höfum haldið í gegn um árin," segir Sigurður Friðriksson, viðskiptastjóri einstaklinga í Vestmannaeyjum. "Þjóðhátíðin er sett í Dalnum klukkan 14 í dag. Þangað mæta allir bæjarbúar"

Við óskum öllum gleðilegrar verslunarmannahelgar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall