Áheitasöfnun gengur vel

28.07.2014
Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23.ágúst 2014 fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Í dag eru 25 dagar í hlaupið og gengur áheitasöfnun vel. Þegar hafa safnast tæplega 11,4 milljónir til góðra málefna sem er um 10% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra.

Áheitavefurinn hlaupastyrkur.is var opnaður sumarið 2010. Á hverju ári síðan þá hefur verið slegið met í áheitasöfnun í tengslum við hlaupið enda vefurinn bæði einfaldur og myndrænn. Í fyrra söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 72,5 milljónum til góðra málefna og var það 58% hækkun á áheitum milli ára.

Allir skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 geta skráð sig sem góðgerðahlaupara á hlaupastyrkur.is í nokkrum einföldum skrefum. Hægt er að velja á milli rúmlega 150 góðgerðafélaga til að hlaupa fyrir og því ættu allir að geta fundið málefni sem stendur hjarta þeirra næst.

Skráning góðgerðafélaga fer fram hér. Hægt er að skrá góðgerðafélög til þátttöku fram til miðvikudagsins 6.ágúst 2014.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram hér og áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram hér.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall