Um 100 starfsmenn Íslandsbanka tóku þátt í „Við bjóðum hjálparhönd“ í fyrra

17.07.2014
Íslandsbanki býður starfsmönnum að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála og geta starfsmenn bankans varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Með þessu móti vill bankinn rétta samfélagsverkefnum á borð við góðgerðarfélög, mannúðarsamtök, björgunarsveitir og ýmis önnur góð málefni um land allt hjálparhönd.

Um 100 starfsmann bankans veittu hjálparhönd á árinu 2013 og létu gott af sér leiða í yfir 500 vinnustundir. Starfsmenn unnu fjölbreytt störf fyrir góð málefni, m.a. við hreinsun almenningssvæða, gróðursetningu, aðstoð við matarúthlutun. Verkefnið hefur stuðlað að aukinni liðsheild og samfélagsvitund meðal starfsmanna.

Íslandsbanki hefur veitt góðum málefnum lið í gegnum verkefnið „Við bjóðum hjálparhönd“ undanfarin tvö ár og hefur verkefninu verið vel tekið. Góðgerðarsamtök sem hafa notið góðs af starfsmönnum Íslandsbanka eru til að mynda Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Sólheimar í Grímsnesi, Skógræktin og ABC barnahjálp.

Félagasamtökum, sem hafa áhuga á samstarfi við Íslandsbanka, er bent á að hafa samband með tölvupósti á hjalparhond@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall