Íslandsbanki valinn besti bankinn og besti fjárfestingabankinn á Íslandi af Euromoney

11.07.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi annað árið í röð. Einnig hefur Íslandsbanki verið valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í þeim flokki hér á landi. Euromoney útnefnir árlega bestu bankana í tæplega 100 löndum og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence.

Tímaritið Euromoney leit til ýmissa þátta í rekstri íslensku bankanna við val sitt, meðal annars arðsemi eigin fjár, gæði lánasafns, árangur í hagræðingu og markaðshlutdeildar á ýmsum þjónustuþáttum og sviðum. Einnig var litið til hlutdeildar í nýskráningum og veltu á mörkuðum við val á besta fjárfestingabankanum. 

Skýr markmiðasetning skilar árangri

Íslandsbanki hefur frá stofnun unnið samkvæmt skýrum og mælanlegum markmið fyrir bankann í heild og einstaka svið hans. Markmið bankans taka mið af þeirri framtíðarsýn að vera fremstur í þjónustu, vera hreyfiafl í uppbyggingu fjármálamarkaðar og tryggja hagkvæman og heilbrigðan rekstur bankans. Íslandsbanki var efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2013 og sýna kannanir meðal einstaklinga og fyrirtækja að bankinn þykir faglegastur meðal banka á Íslandi. 

Leiðandi í fjárfestingabankastarfsemi

Íslandsbanki hefur frá stofnun lagt mikla áherslu á uppbygginu öflugs atvinnulífs og heilbrigðs verðbréfamarkaðar og því lagt áherslu á að vera leiðandi í fjárfestingarbankastarfsemi undanfarin ár. Bankinn hefur verið leiðandi í skráningum í kauphöll og var bankinn milligönguaðili um flest viðskipti í Kauphöllinni á síðasta ári.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri:

„Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi annað árið í röð. Einnig gleður það okkur að vera valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en með sterkum fjárfestingabanka tekur bankinn þátt í enduruppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar. “

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða:

„Öflug fjárfestingabankastarfsemi er nauðsynleg til að styðja við endurreisn íslensks atvinnulífs og höfum við haft það að leiðarljósi við uppbyggingu fjárfestingabankastarfsemi innan Íslandsbanka. Það er heiður að fá þessa mikilvægu viðurkenningu á vegferð okkar að skapa alþjóðlega samkeppnishæfan fjármálamarkað á Íslandi sem er vel í stakk búinn til þess að styðja við frekari vöxt og nýsköpun meðal íslenskra fyrirtækja.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall