Elín Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri VÍB

09.07.2014
Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn Íslandsbanka.

Elín er lögfræðingur að mennt með cand. jur próf frá Háskóla Íslands og LL.M. gráðu frá Duke háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Elín hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði. Hún hefur verið stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar frá því 2012. Hún var forstjóri Bankasýslunnar frá 2009 til 2011. Þá var hún framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev frá 2005 til 2009 og lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2001 til 2005. Þar áður starfaði hún m.a. við lagadeild Duke háskóla, hjá Oz hugbúnaðarfyrirtæki og Héraðsdómi Reykjavíkur.

Elín hefur setið stjórnum allnokkurra fyrirtækja auk Tryggingarmiðstöðvarinnar og má þar nefna, Icelandair, Promens, Reginn og Eyrir Invest. 

Elín tekur við starfi framkvæmdastjóra VÍB af Stefáni Sigurðssyni sem nýlega var ráðinn forstjóri Vodafone.

Elín Jónsdóttir er gift Magnúsi Gottfreðssyni lækni og eiga þau tvö börn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall