Skýrsla um Íslandsbanka í samfélaginu komin út

04.07.2014

Íslandsbanki hefur gefið út skýrslu um Íslandsbanka í samfélaginu sem fylgir meginreglum Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, um samfélagslega ábyrgð en skýrslan kemur nú út í þriðja sinn.

Íslandsbanki hefur, sem stór vinnustaður með breiðan viðskiptamannahóp, gert það að forgangsverkefni að vera í góðum tengslum við umhverfi sitt. Íslandsbanki hefur fylgt meginreglum Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, um samfélagslega ábyrgð síðastliðin fimm ár en reglurnar setja ákveðinn ramma utan um starfsemi bankans. Með því að líta fram á veginn og sýna ábyrgð í öllum sínum verkum vill Íslandsbanki vera virkur þátttakandi í því að bæta samfélagið og nærumhverfið sem hann starfar í. 

Í skýrslunni kemur m.a. fram að á árinu 2014 er stefnt að því að móta nýja stefnu í samfélagslegri ábyrgð og hefja innleiðingu á henni fyrir lok ársins. Samfélagsleg ábyrgð er ein af stefnuáherslum Íslandsbanka á árinu 2014. 

Verkefni bankans í samfélagslegum málefnum eru byggð á stefnu Íslandsbanka um samfélagslega ábyrgð sem nær til fjögurra lykilþátta: viðskipta, mannauðs, samfélags og umhverfis. 

Skýrslan er aðgengileg á vefnum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall