Íslandsbanki veitir 3,4 milljónum króna í námsstyrki

26.06.2014

Íslandsbanki veitti 10 framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi á mánudaginn. Í ár bárust um 500 umsóknir.

Veittir voru fjórir styrkir til framhaldsnáms á háskólastigastigi að upphæð 500 þúsund krónum hver, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og tveir styrkir til framhaldsskólanáms að fjárhæð 100 þúsund krónur hver.

Dómnefnd skipuðu þau Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við Háskóla Íslands og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka:

„Erfitt var að velja úr þeim 500 umsóknum sem bárust en að lokum voru þetta þær 10 sem sköruðu fram úr. Við afhendum Námsstyrk Íslandsbanka á hverju ári og reynir bankinn þannig að leggja hönd á plóg afburðanámsmanna.“

Styrkhafar í ár:

  • Katrín Unnur Ólafsdóttir nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Katrín var dúx í Foldaskóla þegar hún kláraði 10. bekk.
  • Andrea Björt Ólafsdóttir, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Andrea æfir körfubolta og ætlar að klára stúdentspróf á tveimur og hálfu ári.
  • Anna María Tómasdóttir hefur leiklistarnám í haust við Pace University, einn virtasta leiklistarskóla Bandaríkjanna.
  • Hildur Þóra Ólafsdóttir, nemi læknadeild Háskóla Íslands. Samhliða læknanáminu er Hildur Þóra að læra á klarínett, píanó og situr í stjórn Ástráðs, félagi læknanema um forvarnarstarf
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir, nemi í læknadeild Háskóla Íslands. Hrafnhildur er bæði afburðanemandi frá unga aldri en auk þess hefur hún dansað ballett og keppt í golfi.
  • Tómas Arnar Guðmundsson, nemi í skóli hugbúnaðar- og fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Tómas var einn af 14 sem komst inn í Cooper Union háskólann í New York.
  • Arna Varðardóttir, doktorsnemi í hagfræði við Stockholm School of Economics. Arna hefur m.a. sinnt rannsóknum á sviði atvinnuvegahagfræði, hegðunarhagfræði, fjármálum hins opinbera og hagfræðilegrar ákvarðanatöku.
  • Sigurður Thorlacius, meistaranemi í umhverfisverkfræði við ETH í Zürich. Sérsvið Sigurðar eru hönnun vistvænna kerfa, meðhöndlun úrgangs og verndun jarðvegs. 
  • Silvá Kjærnested, meistaranemi í byggingarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet. Með námi hefur Silvá dansað við Listdansskóla Íslands og tekið sumarnámskeið í Svíþjóð. Hún stefnir að því að verja meistaraverkefnið í október 2014.
  • Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, meistaranemi í olíuverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet. Hann fór í Háskólabrú Keilis, lauk þaðan prófi með hæstu einkunn, fór þá beint í tæknifræðinám Keilis og útskrifaðist sem Orku- og umhverfisverkfræðingur frá HÍ og dúxaði deildina. Frá Keili hélt hann beint í nám við DTU og stefnir að því að ljúka meistaranámi í olíuverkfræði í júní 2015.

Í umsögn dómnefndar segir að fjölmargir þættir hafi verið hafðir til hliðsjónar við valið. Allir eigi styrkþegarnir það sameiginlegt að vera afbragðsnámsmenn en að auki hafi mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á sviði íþrótta, lista og félagsmála. Það er trú dómnefndar að þetta efnilega fólk muni þegar fram líða stundir láta til sín taka í íslensku atvinnulífi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall