Skálmöld í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

24.06.2014
Skálmöld tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka
Skálmöld tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Hinir geysivinsælu og geðþekku rokkarar í Skálmöld verða fulltrúar Íslandsbanka í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Rétt eins og Pétur Jóhann Sigfússon gerði í fyrra ætla þessir skemmtilegu þungarokkarar að taka sumarið með trompi og við fáum að fylgjast með undirbúningnum, en þar gengur á ýmsu enda menn í misgóðu formi. Facebook-síðan „Maraþonmennirnir“ verður miðpunktur athyglinnar en þar verður hægt að fylgjast með framgangi og æfingum þeirra félaga.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin á Marathon.is og áheitasöfnun er hafin sömuleiðis á Hlaupastyrkur.is. Í fyrra söfnuðust rúmlega 72 milljónir sem runnu til góðra málefna.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við hjá Íslandsbanka erum hæstánægð að fá þessa frábæru hljómsveit í lið með okkur til þess að vekja athygli á maraþoninu og áheitasöfnuninni. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn stærsti fjölskylduviðburður ársins þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi og lagt góðu málefni lið  í leiðinni. Ég hlakka til að fylgjast með æfingum og undirbúningi þeirra Skálmaldarmanna.“

Hljómsveitin Skálmöld:

„Þegar okkur stóð til boða að leggja þessu verkefni lið var ekki annað hægt en að taka áskoruninni.  Það er ekki laust við að menn séu í senn spenntir en um leið fullir örvæntingar enda er form hljómsveitarmanna misjafnt. En eitt er víst;  Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka mun rokka í ár“.

Sjá nánar:

Facebooksíða Maraþonmanna

Maraþon.is

Hlaupastyrkur.is

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall