Ný vefsíða fyrir húsnæðislán

30.05.2014

Á miðvikudaginn var sett í loftið ný yfirlitssíða fyrir húsnæðislán. Síðan er þrískipt og er ætlað að þjónusta fólk sem er í húsnæðislánahugleiðingum, sama hvort það er að kaupa í fyrsta sinn, endurfjármagna eða skipta um húsnæði.

Síðunni er ætlað að ramma inn þær þjónustur sem Íslandsbanki býður upp á fyrir þá sem eru að taka lán og hjálpa fólki við að skilja húsnæðiskaupaferlið betur. Þar er m.a. að finna skýringamyndbönd sem útskýra greiðslumat, Fasteignamælaborð Íslandsbanka og muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum.

Þessi nýja síða kemur í kjölfarið af nýju og endurbættu bráðabirgðagreiðslumati sem tekið var í notkun í síðustu viku og er þeim báðum ætlað að auka aðgengi viðskiptavina Íslandsbanka að þeim upplýsingum varðandi húsnæðislán og einfalda fyrir þeim ferlið.

Smelltu hér til að skoða síðuna.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall