Nýtt viðmót Netbanka Íslandsbanka

28.05.2014

Nú hefur Netbankinn fengið nýtt viðmót og endurbætta innskráningarsíðu. Uppfærslan kemur í kjölfarið á nýrri Minni síðu sem kynnt var á síðasta ári en um er að ræða mestu viðmótsbreytingu sem gerð hefur verið á Netbankanum síðustu árin.

Markmiðið með breytingunum er að bæta framsetningu og gefa viðskiptavinum okkar ánægjulegri upplifun af Netbankanum. Ekki er um að ræða eiginlegar virknibreytingar á einstökum aðgerðum, heldur fyrst og fremst breytingar sem snerta útlit og upplifun notandans.

Á næstu misserum munu fleiri nýjungar er snúa að framsetningu og endurhönnun einstakra aðgerða líta dagsins ljós og vonum við að þessar breytingar falli í góðan jarðveg.

Nokkrar aðgerðir verða ennþá í eldra viðmóti og verða þær uppfærðar samhliða tæknilegum uppfærslum í Netbanka.

Einhverjar truflanir hafa gert vart við sig fyrstu dagana sem er eðlilegt þegar um svona stóra uppfærslu er að ræða. Við tökum fagnandi á móti öllu góðum ábendingum og biðjum viðskiptavini um að senda okkur ábendingar á islandsbanki@islandsbanki.is

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall