Háskólinn í Reykjavík og Íslandsbanki hafa samið um kaup HR á fasteigninni að Menntavegi 1

23.05.2014
Háskólinn í Reykjavík (HR) og Íslandsbanki hafa samið um kaup HR á fasteigninni að Menntavegi 1 í Nauthólsvík, sem hýst hefur starfsemi HR frá árinu 2010. Íslandsbanki og Landsbankinn fjármagna kaupin. Með þessum samningum lækkar húsnæðiskostnaður HR og eignarhlutur HR í byggingunni verður hluti af fjárhagslegum grunni háskólans til framtíðar. 

Kaupin marka um leið aukna uppbyggingu Háskólans í Reykjavík á háskólasvæðinu við Öskjuhlíð. 

 Háskólabyggingin að Menntavegi 1 verður hluti af Grunnstoð ehf. sem er í 95% eigu HR og 5% eigu bakhjarla HR; SI, SA og VÍ.  Grunnstoð mun einnig halda utan um uppbyggingu annarra fasteigna á því 200.000 fermetra háskólasvæði við Öskjuhlíðina sem heyrir til HR. 

Syðst á háskólasvæði HR, næst Nauthólsvík, er háskólabyggingin sem er samtals um 30.000 fermetrar að stærð en hana má stækka um 15.000 fermetra til viðbótar, upp í samtals 45.000 fermetra. Á svæðinu norðan og vestan við háskólabygginguna er tæplega 20.000 fermetra lóð ætluð fyrir nýsköpunarfyrirtæki- og stofnanir. Norðan við háskólabygginguna, á um 30.000 fermetra landsvæði, munu Háskólagarðar rísa. Þar verða 300-400 íbúðir, auk leikskóla og annarrar þjónustu, fyrir námsmenn og aðra sem tengjast mennta- og nýsköpunarsamfélaginu  við HR. 

Íslandsbanki og Háskólinn í Reykjavík hafa samhliða þessum samningum undirritað samstarfssamning um stuðning bankans við menntun við HR. Íslandsbanki vill með því skapa eftirsótta starfskrafta sem nauðsynlegir eru fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Markmiðið með samstarfinu er að efla enn frekar það starf sem þegar er til staðar, skapa ný tækifæri sem styðja beint við starfsemi beggja aðila og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Einnig munu Íslandsbanki og Háskólinn í Reykjavík efla samstarf sitt um fjármálafræðslu fyrir almenning. Þá kemur Íslandsbanki til með að veita meistaranemum færi á að koma lokaverkefnum sínum á framfæri á fræðslufundum á vegum VÍB.

 

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík:

Þessi samningur er afskaplega ánægjulegur áfangi fyrir HR.  Ekki aðeins er hann farsælt skref fyrir stöðu HR, bæði til skemmri og lengri tíma, heldur er hann um leið grunnurinn að því að HR muni á næstu árum og áratugum reisa alþjóðlegt háskóla- og nýsköpunarþorp í Vatnsmýrinni til að sinna sem best þörfum íslensks atvinnulífs fyrir öflugan mannauð og aukna verðmætasköpun.  Samstarf HR við Íslandsbanka til margra ára hefur verið afar farsælt og því er það fagnaðarefni að það samstarf eflist enn frekar. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Þessi samningur er mikið ánægjuefni fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Framtíðarfyrirkomulag fasteignar Háskólans í Reykjavík hefur verið í undirbúningi í tölvuverðan tíma og er því ferli nú lokið með farsælum hætti.

Íslandsbanki hefur ávallt verði í góðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík varðandi ýmis verkefni og t.d. hafa sérfræðingar bankans verið að kenna á opnum námskeiðum þar en þessi samstarfssamningur kemur til með að auka það góða samstarf enn frekar.

 


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall