Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki semja um endurfjármögnun sveitarfélagsins

22.05.2014

Í dag var gengið frá endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar með undirritun lánssamninga Íslandsbanka og sveitarfélagsins. Auk þess gaf sveitarfélagið út nýjan skuldabréfaflokk sem er hluti af endurfjármögnuninni.

Undanfarin misseri hefur staðið yfir undirbúningur að endurfjármögnun sveitarfélagsins og hefur mikil vinna verið lögð í að finna hagkvæmustu lausnina. 

Eftir endurfjármögnunina verða erlendar skuldir sveitarfélagsins óverulegar og gjaldeyrisáhætta því ekki lengur áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Auk þess lækkar greiðslubyrði lána sveitarfélagsins og styrkir það rekstur þess.

H.F. Verðbréf veittu sveitarfélaginu ráðgjöf við endurfjármögnunina.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar:

„Á kjörtímabilinu hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar unnið að endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins og hefur sú vinna verið lykillinn að þeirri endurfjármögnun sem nú er lokið. Íslandsbanki hefur verið viðskiptabanki sveitarfélagsins frá árinu 2012 og hefur samstarf okkar verið afar farsælt allt frá byrjun og nú sýnir bankinn enn einu sinni hversu öflugur hann er.“

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka:

„Við erum afar ánægð með að taka þátt í endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar og það er trú okkar að hún muni styrkja sveitarfélagið til framtíðar. Íslandsbanki er með öflugt útibúi í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur stutt vel við samfélagið þar. Við hlökkum til aukins samstarfs við Hafnarfjarðarbæ en Íslandsbanki er vel í stakk búinn til að styðja við umsvifamikinn rekstur sveitarfélagsins.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall