Íslandsbanki veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu hvatningarverðlaun

19.05.2014

Íslandsbanki hefur veitt tveimur fyrirtækjum í ferðaþjónustu Hvatningarverðlaun Íslandsbanka en þetta er í annað sinn sem Íslandsbanki veitir þessi verðlaun. Verðlaunin voru afhent samhliða ferðakaupstefnunni Iceland Travel Workshop (ITW). Íslandsbanki er einn af aðalbakhjörlum ráðstefnunnar en hún er haldin á vegum ráðgjafa- og þjónustufyrirtækisins IcelandREPS.

Markmið Hvatningarverðlauna Íslandsbanka er að efla og stuðla að nýsköpun og uppbyggingu hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Íslandsbanki telur mjög mikilvægt að styðja við þennan mikilvæga og ört vaxandi iðnað en auk þess að veita þennan styrk og taka þátt í ITW ráðstefnunni hefur Íslandsbanki einnig tekið virkan þátt í öðrum verkefnum sem tengjast ferðaþjónustunni, s.s. Inspired by Iceland, Iceland Naturally og Ísland er með‘etta. Auk þess er bankinn virkur aðili í ferðaþjónustuklasanum en markmiðið hans er að styðja við uppbyggingu öflugrar ferðaþjónustu á Íslandi.

Þrír aðilar með víðtæka reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu skipuðu dómnefnd sem valdi þau fyrirtæki sem hlutu Hvatningarverðlaunin. Formaður dómnefndar var Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, en auk hennar sátu í dómnefndinni Guðný Pálsdóttir, einn af eigendum og stofnendum IcelandREPS, og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.

Hvatning til uppbyggingar og nýsköpunar

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka hlutu að þessu sinni Hybrid Hospitality og Arctic Surfers en um peningaverðlaun er að ræða. Verðlaunin eiga að nýtast fyrirtækjunum í áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun. Fjölmargar fjölbreyttar, áhugaverðar og flottar umsóknir bárust frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum en þessi tvö fyrirtæki þóttu standa upp úr.

Hybrid Hospitality

Hybrid Hospitality býður upp á framsýnar og skapandi lausnir fyrir fyrirtæki sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Sérstaða Hybrid Hospitality felst í því að bjóða fyrirtækjunum upp á aðstoð við að bæta þjónustu, markaðssókn, gæðamál og aðra tengda þjónustu í bland við áherslu á nýsköpun innan fyrirtækjanna.

Dómnefnd var sammála um að þörf væri á fyrirtækjum á borð við Hybrid Hospitality á Íslandi þar sem vöxtur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur. Þá er  fjöldi fyrirtækja sem þarf á aðstoð að halda við að auka gæði rekstrarins og þannig gæði ferðaþjónustuiðnaðarins í heild. 

Hybrid Hospitality hlýtur 800 þúsund krónur í peningaverðlaun frá Íslandsbanka. 

Arctic Surfers

Arctic Surfers var stofnað árið 2009 af Ingólfi M. Olsen og Erlendi Magnússyni og er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á brimbrettaferðir. Bestu öldurnar á Íslandi eru leitaðar uppi og er upplifuninni blandað við aðra afþreyingu á borð við tónlist, menningu, mat og náttúru. Arctic Surfers leitast við að finna staði þar sem fáir hafa komið og enn færri hafa verið á brimbretti.

Við valið horfði dómnefnd til þess að Arctic Surfers hefur tekist að búa til nýja afþreyingu fyrir ferðamenn á Íslandi með því að nýta sér sérstöðu landsins og óspillta náttúru. Arctic Surfers hlaut 400 þúsund krónur í verðlaun. 

Íslandsbanki óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju og áframhaldandi velgengni í þeim verkefnum sem framundan eru.

Á myndinni eru verðlaunahafarnir Robyn Phaedra Mitchell frá Hybrid Hospitality og Ingólfur M. Olsen og Hreinn Elíasson frá Arctic Surfers.

Hér má sjá viðtal við Robyn hjá Hybrid Hospitality

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall