Horfur á íbúðamarkaði – opinn fundur 14. maí

12.05.2014

Íslandsbanki býður til opins fundar þann 14. maí þar sem leitast verður við að svara áleitnum spurningum um húsnæðismarkaðinn. Allir sem eiga og reka húsnæði eiga erindi á fundinn sem og þeir sem eru í húsnæðiskaupa hugleiðingum.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 14. maí og hefst kl. 17:00. 

Fundurinn er ókeypis og opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffiveitingar. 

Fundinum verður einnig sjónvarpað á islandsbanki.is 

Skráðu þig strax á www.islandsbanki.is/fundur

Dagskrá: 

17:00-17:10 Setning Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka 

17:10-17:20 Leiðréttingin: Farið yfir helstu atriði skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Ásdís Ýr Jakobsdóttir, verkefnisstjóri skuldaleiðréttingar hjá Íslandsbanka 

17:20–17:30 Leiðréttingin: Skattfrjáls ráðstöfun Björn Berg, fræðslustjóri hjá VÍB 

17:30-18:10 Íbúðamarkaðurinn Endurreisn eða bóla? Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics 

18:10-18:30 Fjármögnun húsnæðis, hvað er í boði? Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á viðskiptabankasviði Íslandsbanka 

18:30-19:00 Spurningar úr sal

Hér segir Magnús Árni Skúlason frá umfjöllunarefni fundarins:

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall