Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um sjávarútveg í Norður-Ameríku

07.05.2014

Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um sjávarútveg í Norður-Ameríku í tengslum við sjávarútvegssýninguna í Brussel sem fer fram dagana 6. – 8. maí. Skýrslunni er dreift á sýningunni, auk þess sem hún er aðgengileg á heimasíðu Íslandsbanka. Skýrslan er unnin af sjávarútvegsteymi Íslandsbanka og fjallar um sjávarútveginn í Norður-Ameríku í máli og myndum. Sjávarútvegur í Bandaríkjunum og Kanada er skoðaður með það fyrir augum að gefa greinargóða mynd á framvindu, helstu áhrifaþætti og viðskipti þessara mikilvægu sjávarútvegsmarkaða.

Bandaríkin eru einn mikilvægasti neytendamarkaður sjávarafurða í heimi

Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni eru veiðar í Bandaríkjunum og Kanada, útflutningur sjávarafurða, helstu fisktegundir hvors lands fyrir sig og að lokum er fjallað um fiskeldi þessara tveggja þjóða. Í skýrslunni kemur fram að Bandaríkin veiði um 4,2 milljón tonn af fiski og er þriðja stærsta fiskveiði þjóð heims. Bandaríkin búa einnig yfir einum umfangsmesta og mikilvægasta neytendamarkaði fyrir sjávarafurðir í heimi. Mest veidda tegund Bandaríkjanna er ufsi sem samsvarar um 31% af heildarveiði þjóðarinnar. Verðmætasta tegund Bandaríkjanna er krabbi.

Kanada veiðir um 800.000 tonn árlega og er níunda stærsti útflutningsaðili sjávarafurða í heimi. Mest er veitt af rækju og síld en verðmætasta tegund Kanada er humar. Fiskeldi í Kanada hefur farið ört vaxandi undanfarið. Eldi á laxi í Kanada er það fjórða stærsta á heimsvísu á eftir Noregi, Síle og Skotlandi.

Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka

Hjá Íslandsbanka starfar hópur sérfræðinga með mikla þekkingu á sjávarútvegi. Hópurinn er hluti af fyrirtækjasviði og er ábyrgur fyrir samskiptum og þjónustu við innlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki ásamt útgáfu greiningarefnis um sjávarútveg víða um heim.

Íslandsbanki býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins í heild að leiðarljósi.

Utan Íslands byggir Íslandsbanki fyrst og fremst á þeirri sérþekkingu og viðskiptasamböndum sem bankinn býr yfir í sjávarútvegi og orkuiðnaði. Bankinn hefur staðið að útgáfum á skýrslum og greiningarefni í tengslum við þessar megin atvinnugreinar frá árinu 2003 við góðan orðstír. Nýverið hefur bankinn einnig mótað stefnu á alþjóðavettvangi með sérstaka áherslu á Norður Atlantshafssvæðið.

Hægt er að nálgast skýrsluna um sjávarútveg í Norður-Ameríku á heimasíðu Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/sjavarutvegur. Þar er einnig hægt að finna áður útgefnar skýrslur.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall